„Dagur langbestur í deildinni í síðustu leikjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 15:00 Dagur Arnarsson hefur komið með beinum hætti að rétt tæpum tíu mörkum að meðaltali í leik. Vísir/Vilhelm Sportið í dag bauð upp á sérstaka handboltaútgáfu í nýjast þættinum þar sem tveir sérfræðingar úr Seinni bylgjunni mættu til Henrys Birgis Gunnarssonar. Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira