Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 14:59 Framkvæmdastjóri Pizzunnar segir að farið hafi verið eftir öllum reglum og að búið sé að sótthreinsa útibúið. vísir/vilhelm Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. Þetta staðfestir Hákon Atli Bjarkason, framkvæmdastjóri Pizzunnar, í samtali við Vísi. Hákon segir að hann hafi frétt af smitinu í gærkvöldi, en umræddur starfsmaður var að vinna á laugardagskvöld í tvo og hálfan tíma. Hákon Atli segir að öllum upplýsingum hafi verið komið til smitrakningateymisins til að auðvelda þeirra vinnu við að hafa uppi á þeim sem líklegir eru að hafa getað smitast. Hákon Atli segir að farið hafi verið eftir öllum reglum og að búið sé að sótthreinsa útibúið. Hann segir að starfsfólk úr öðrum útibúum Pizzunnar hafi verið kallað út til að manna útibúið við Núpalind á meðan starfsfólkið þar er í sóttkví. Hann segir að starfsfólkið sem nú er í sóttkví vegna hins smitaða starfsmanns sé allt einkennalaust. Alls eru 107 nú í sóttkví á landinu vegna Covid-19. Fyrr í dag var greint frá því að þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ hafi þurft að fara í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti vegna tilfella gærdagsins svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví vegna tilfellanna tveggja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Kópavogur Tengdar fréttir Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þetta staðfestir Hákon Atli Bjarkason, framkvæmdastjóri Pizzunnar, í samtali við Vísi. Hákon segir að hann hafi frétt af smitinu í gærkvöldi, en umræddur starfsmaður var að vinna á laugardagskvöld í tvo og hálfan tíma. Hákon Atli segir að öllum upplýsingum hafi verið komið til smitrakningateymisins til að auðvelda þeirra vinnu við að hafa uppi á þeim sem líklegir eru að hafa getað smitast. Hákon Atli segir að farið hafi verið eftir öllum reglum og að búið sé að sótthreinsa útibúið. Hann segir að starfsfólk úr öðrum útibúum Pizzunnar hafi verið kallað út til að manna útibúið við Núpalind á meðan starfsfólkið þar er í sóttkví. Hann segir að starfsfólkið sem nú er í sóttkví vegna hins smitaða starfsmanns sé allt einkennalaust. Alls eru 107 nú í sóttkví á landinu vegna Covid-19. Fyrr í dag var greint frá því að þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ hafi þurft að fara í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti vegna tilfella gærdagsins svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví vegna tilfellanna tveggja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Kópavogur Tengdar fréttir Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir