Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 18:24 Dómsmálaráðherra segir ótrúlegt að fólk skuli tjá sig um mál án þess að vera kunnugt um staðreyndir. Vísir/Vilhelm Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021 Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021
Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41