Frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta Geir Finnsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar