„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 17:49 „Ég hef jafn mikla skömm á líkamlegum afbrotum á þessu sviði sem öðrum og jafnvel meiri en flestir aðrir Íslendingar.“ Vísir/vilhelm „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var gagnrýni sem kom fram í gær, eftir að greint var frá því að dómsmálaráðherra hefði ráðið Jón Steinar til að gera tillögur um það skoða úrbætur í meðferð sakamála, þá sérstaklega leiðir til að stytta málsmeðferðartíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun ráðherra eru Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót. „Þetta er byggt á þeim misskilningi að það heldur því fram að þegar ég hef barist fyrir því að mannréttindaregla, ein þýðingarmesta í réttarkerfinu, um að sakaðir menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra sannast… Ég hef sagt að þessi regla gildir um alla brotaflokka og líka um kynferðisbrot. En það er eins og sumt fólk vilji ekki samþykkja það. Og ef að það er rétt þá hlýtur það að vilja að mönnum sé refsað, þeim sem eru sakaðir um kynferðisbrot, án þess að þau sannist á þá. Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. „Það er auðvitað kristilegur boðskapur“ Hann sagðist aldrei hafa sagt að fórnarlömb kynferðisbrota ættu að fyrirgefa gerendum. „Nei, það hef ég aldrei sagt. Að þeir eigi að fyrirgefa? Ég hef bara bent á það að þegar menn hafa verið dæmdir eins og var nú í þeim tilfellum sem þarna komu upp, hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu, þá er það auðvitað eðlilegt að þeir sem hafa orðið fyrir brotunum að þeir auðvitað búa við einhvers konar óvildarhug til viðkomandi brotamanns og það er auðvitað margsannað að þeir sem það gera að þeir mundu líkna sjálfum sér best með því að fyrirgefa brotamönnunum. Þeir eiga tveggja kosta völ, annað hvort þann kost að halda áfram að hata hann til æviloka kannski eða eitthvað svoleiðis, eða að fyrirgefa honum brotið. Og það er ekki fyrir hann gert heldur fyrir þá sjálfa. Og það er auðvitað kristilegur boðskapur, hann er í Biblíunni og hann er víða.“ Jón Steinar sagði aðeins hafa bent á að menn gerðu sjálfum sér gott með því að reyna að finna það í sálu sinni að fyrirgefa. Hann var þá spurður hvort það væri ekki eðli þessara mála að orð stæði gegn orði. „Segjum að það sér rétt og hvert er þá svarið við því? Að halda málunum áfram og dæma menn án þess að sakir þeirra sannist? Menn verða að rífa sig upp úr þessum vitleysishugsunum. Þeir sem rannska afbrot, þeir auðvitað huga að því hvort hægt sé að sanna afbrotin. Þeir leita að vitnum og taka skýrslur og ef að niðurstaða þeirra er sú að það sé ekki hægt að koma fram áfellisdómi fyrir rétti þá er það auðavitað þeirra verkskylda að fella málið niður í staðinn fyrir að vera að reka þau kannski með alls konar útgjöldum og tíma í mörg ár í gegnum réttarkerfið vitandi það allan tímann að það var ekki hægt að koma fram áfellisdóm. Og menn verða… Ég skil það mjög vel að fórnarlömb kynferðisafbrota séu mjög sárir gagnvart brotamanni þegar brot hefur verið framið, auðvitað skil ég það vel. En það má ekki, og það verða menn að skilja, að það má ekki og getur ekki samkvæmt stjórnarskrá okkar, mannréttindasáttmálanum sem við erum aðilar að og öllum þeim reglum sem við eigum að virða í réttarkerfinu, það má ekki leiða til þess að mönnum sé refsað og þeir dæmdir án þess að sök þeirra sannist. Þá eru miklu alvarlegri brot framin. Heldur en þau sem þeir hafa verið sakaðir um. Og ég hef verið varðmaður fyirr þetta og tekið út gjöld í því vegna þess að það er búið að snúa útúr þessum skoðunum mínum á þann veg að ég sé eitthvað að verja afbrotamenn. Guð minn almáttugur, það geri ég aldrei. Ég hef jafn mikla skömm á líkamlegum afbrotum á þessu sviði sem öðrum og jafnvel meiri en flestir aðrir Íslendingar.“ Kannast ekki við að eiga bara að fjalla um efnahagsbrot Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúast að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum. Spurður um þessi svör ráðherra, sem voru endurtekin í Harmageddon, hváði lögmaðurinn. „Það hefur ekkert verið talað um það við mig. Menn geta lesið bara þetta erindisbréf. Efnahagsbrot? Það er kannski að hún sé að beygja sig undan einhverri ómálefnalegri gagnrýni sem hún fær. Af hverju er fólk að ráðast á hana útaf því að ég sé að athuga einhverja styttingu á meðferðartíma í kynferðisbrotum... Það er ekki talað um nein kynferðisbrot í þessu. Það gildir bara um öll brot. Það er vandamál sem hefur verið hér uppi og meira að segja veldur því nú stundum að refsingar eru mildaðar af því að það hefur tekið svo langan tíma að klára málin. Þá eru menn dæmdir til vægari refsingar en ella. Og verkefnið sem mér hefur verið fengið tekur til allra brotaflokka,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði störf sín rétt að hefjast en margar ástæður væru fyrir því að mál tefðust í kerfinu. Spurður að því hvort hann vildi segja eitthvað við gagnrýnendur sína sagðist hann myndu fá birta grein í Fréttablaðinu á morgun þar sem hann skoraði á tvær þingkonur að mæta sér á opnum fundi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjavík síðdegis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Tilefnið var gagnrýni sem kom fram í gær, eftir að greint var frá því að dómsmálaráðherra hefði ráðið Jón Steinar til að gera tillögur um það skoða úrbætur í meðferð sakamála, þá sérstaklega leiðir til að stytta málsmeðferðartíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun ráðherra eru Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót. „Þetta er byggt á þeim misskilningi að það heldur því fram að þegar ég hef barist fyrir því að mannréttindaregla, ein þýðingarmesta í réttarkerfinu, um að sakaðir menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra sannast… Ég hef sagt að þessi regla gildir um alla brotaflokka og líka um kynferðisbrot. En það er eins og sumt fólk vilji ekki samþykkja það. Og ef að það er rétt þá hlýtur það að vilja að mönnum sé refsað, þeim sem eru sakaðir um kynferðisbrot, án þess að þau sannist á þá. Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. „Það er auðvitað kristilegur boðskapur“ Hann sagðist aldrei hafa sagt að fórnarlömb kynferðisbrota ættu að fyrirgefa gerendum. „Nei, það hef ég aldrei sagt. Að þeir eigi að fyrirgefa? Ég hef bara bent á það að þegar menn hafa verið dæmdir eins og var nú í þeim tilfellum sem þarna komu upp, hafa verið dæmdir og hafa tekið út sína refsingu, þá er það auðvitað eðlilegt að þeir sem hafa orðið fyrir brotunum að þeir auðvitað búa við einhvers konar óvildarhug til viðkomandi brotamanns og það er auðvitað margsannað að þeir sem það gera að þeir mundu líkna sjálfum sér best með því að fyrirgefa brotamönnunum. Þeir eiga tveggja kosta völ, annað hvort þann kost að halda áfram að hata hann til æviloka kannski eða eitthvað svoleiðis, eða að fyrirgefa honum brotið. Og það er ekki fyrir hann gert heldur fyrir þá sjálfa. Og það er auðvitað kristilegur boðskapur, hann er í Biblíunni og hann er víða.“ Jón Steinar sagði aðeins hafa bent á að menn gerðu sjálfum sér gott með því að reyna að finna það í sálu sinni að fyrirgefa. Hann var þá spurður hvort það væri ekki eðli þessara mála að orð stæði gegn orði. „Segjum að það sér rétt og hvert er þá svarið við því? Að halda málunum áfram og dæma menn án þess að sakir þeirra sannist? Menn verða að rífa sig upp úr þessum vitleysishugsunum. Þeir sem rannska afbrot, þeir auðvitað huga að því hvort hægt sé að sanna afbrotin. Þeir leita að vitnum og taka skýrslur og ef að niðurstaða þeirra er sú að það sé ekki hægt að koma fram áfellisdómi fyrir rétti þá er það auðavitað þeirra verkskylda að fella málið niður í staðinn fyrir að vera að reka þau kannski með alls konar útgjöldum og tíma í mörg ár í gegnum réttarkerfið vitandi það allan tímann að það var ekki hægt að koma fram áfellisdóm. Og menn verða… Ég skil það mjög vel að fórnarlömb kynferðisafbrota séu mjög sárir gagnvart brotamanni þegar brot hefur verið framið, auðvitað skil ég það vel. En það má ekki, og það verða menn að skilja, að það má ekki og getur ekki samkvæmt stjórnarskrá okkar, mannréttindasáttmálanum sem við erum aðilar að og öllum þeim reglum sem við eigum að virða í réttarkerfinu, það má ekki leiða til þess að mönnum sé refsað og þeir dæmdir án þess að sök þeirra sannist. Þá eru miklu alvarlegri brot framin. Heldur en þau sem þeir hafa verið sakaðir um. Og ég hef verið varðmaður fyirr þetta og tekið út gjöld í því vegna þess að það er búið að snúa útúr þessum skoðunum mínum á þann veg að ég sé eitthvað að verja afbrotamenn. Guð minn almáttugur, það geri ég aldrei. Ég hef jafn mikla skömm á líkamlegum afbrotum á þessu sviði sem öðrum og jafnvel meiri en flestir aðrir Íslendingar.“ Kannast ekki við að eiga bara að fjalla um efnahagsbrot Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúast að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum. Spurður um þessi svör ráðherra, sem voru endurtekin í Harmageddon, hváði lögmaðurinn. „Það hefur ekkert verið talað um það við mig. Menn geta lesið bara þetta erindisbréf. Efnahagsbrot? Það er kannski að hún sé að beygja sig undan einhverri ómálefnalegri gagnrýni sem hún fær. Af hverju er fólk að ráðast á hana útaf því að ég sé að athuga einhverja styttingu á meðferðartíma í kynferðisbrotum... Það er ekki talað um nein kynferðisbrot í þessu. Það gildir bara um öll brot. Það er vandamál sem hefur verið hér uppi og meira að segja veldur því nú stundum að refsingar eru mildaðar af því að það hefur tekið svo langan tíma að klára málin. Þá eru menn dæmdir til vægari refsingar en ella. Og verkefnið sem mér hefur verið fengið tekur til allra brotaflokka,“ sagði Jón Steinar. Hann sagði störf sín rétt að hefjast en margar ástæður væru fyrir því að mál tefðust í kerfinu. Spurður að því hvort hann vildi segja eitthvað við gagnrýnendur sína sagðist hann myndu fá birta grein í Fréttablaðinu á morgun þar sem hann skoraði á tvær þingkonur að mæta sér á opnum fundi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Dómstólar Reykjavík síðdegis Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira