Sebastian varð hissa en ekki reiður: Fengu sinn fyrsta valkost ári seinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 14:51 Sebastian Alexandersson í leik með Fram í vetur. Vísir/Hulda Margrét Sebastian Alexandersson ber engan kala til stjórnarmanna hjá Fram þótt þeir vilji ekki hafa hann áfram sem þjálfara liðsins. Hann fór yfir málið með Gaupa. Margir urðu hissa þegar það fréttist að Handknattleiksdeild Fram hafi ákveðið að skipta um þjálfara fyrir næsta tímabil og það þegar núverandi tímabil er rétt rúmlega hálfnað. Sebastian Alexandersson verður ekki þjálfari Framara næsta vetur en þetta kom fyrst fram á Vísi í gær. Einar Jónsson mun taka við þjálfun Safamýrarliðsins í sumar. Sebastian mun samt klára þetta tímabil. Guðjón Guðmundsson ræddi við Sebastian og fékk að vita það hvernig hann lítur sjálfur á málið. Gaupi spurði Sebastian hvort að þetta hafi verið blaut tuska í andlitið. „Já og nei. Vissulega er ég ekki sáttur við þetta en sagt upp og ekki sagt upp. Ég klára tímabilið og stjórn deildarinnar hefur sínar skoðanir. Þeir hafa sinn fyrsta valkost,“ sagði Sebastian Alexandersson og er þar að tala um Einar Jónsson. „Fyrir ári síðan þá skilst mér að hann hafi verið fyrsti valkosturinn þeirra og hann er það ennþá. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir því að þeirra skoðanir eru svona. Ég lít ekki á það þannig að það sé verið að reka mig það er bara verið að skipta um stefnu,“ sagði Sebastian. Get bara borið virðingu fyrir því „Ég tel mig vera réttan mann, á réttum stað og á réttum tíma. Þetta gengur vel og þetta gengur samkvæmt áætlun. Það mun gera það vonandi áfram. En eins og ég segi, ef hann hefur verið þeirra fyrsti kostur þá er hann það ennþá ári síðar. Þá er það bara allt í lagi. Fólk tekur þær ákvarðanir sem þau telja besta fyrir félagið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir því,“ sagði Sebastian. Framliðið er eins og er í áttunda sætinu, síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið hefur unnið sex af þrettán leikjum sínum í Olís deildinni og er með fjórtán stig eða jafnmörg og Stjarnan í sætinu fyrir ofan og einu stigi meira en ÍBV sem er í sætinu fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræðir við Sebastian Alexandersson „Ég ætla ekki að ljúga því að ég var pínu hissa því mér finnst þetta vera ganga vel en aftur þá get ég voða lítið tekið inn á mig því sem ég hef ekki stjórn á,“ sagði Sebastian. Sebastian samdi við Fram til þriggja ára og var fengin til félagsins til að koma reglu á hlutina. „Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Fram hefur leikið betri bolta en liðið hefur gert síðustu ár,“ sagði Guðjón Guðmundsson í fréttinni sinni. Guðfinnur ekki neitt minna en frábær „Ég er með frábært teymi í kringum mig og Guðfinnur Kristmannsson er ekki búinn að vera neitt minna en frábær við hliðina á mér. Magnús Ingi Stefánsson er með markmennina og er búinn að gera stórkostlega hluti með þá. Leikmennirnir sjálfir eiga gríðarlegt hrós skilið fyrir að taka þessum hugmyndum opnum örmum og leggja sig fram við að meðtaka þær og fara eftir þeim,“ sagði Sebastian. Fram vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum en hefur frá 28. janúar náð í ellefu stig af sextán mögulegum. „Við erum svolítið að vinna þetta með leikmönnum og þeir fá að segja sínar skoðanir en á endanum tökum við auðvitað alltaf ákvarðanir. Það er alltaf gott ef leikmenn hafa eitthvað að segja sjálfir því þá er auðveldara að hafa trú á því,“ sagði Sebastian. Lít bara á þetta sem skemmtilega áskorun Það er ekki einfalt mál fyrir þjálfara sem hefur verið sagt upp störfum að halda áfram þar sem frá var horfið. Sebastian lætur það ekki slá sig út af laginu. Sebastian Alexandersson hefur þjálfað lengi.vísir/vilhelm „Ég lít bara á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég er búinn að þjálfa meistaraflokk í átján ár og þar hafa verið margar áskoranir og þær hafa verið misskemmtilegar. Ég hef aldrei áður lent í því að þurfa að takast á við svona stöðu áður. Vonandi næ ég að finna leið þar sem við getum allir einbeitt okkur að klára þetta tímabil eins vel og við getum,“ sagði Sebastian. „Við lögðum af stað í þessa vegferð að Fram þyrfti að vera í átta liða úrslitum í vor. Það markmið okkar stendur ennþá en baráttan er gríðarleg. Þegar upp er staðið gætu innbyrðis viðureignir orðið til þess að eitthvað lið dettur fyrir utan átta liða úrslitin. Við þurfum að gera allt sem við getum til að sjá til þess að það verðum ekki við,“ sagði Sebastian. Ætla ekki að vera liðið sem tapar fyrir ÍR „Það eina sem við erum að einblína á í augnablikinu er næsti leikur. Ég er sannfærður um það að ÍR á eftir að vinna leik í vetur og fókusinn okkar á æfingunum er ekki bara að undirbúa okkur fyrir lokakaflann heldur að sjá til þess að við verðum ekki það lið þegar við byrjum að spila aftur,“ sagði Sebastian. Lítur á sig sem það mikinn fagmann „Basti, þú hlýtur að hafa orðið reiður,“ spurði Guðjón Guðmundsson að lokum. „Það er svolítið fyndið að ég varð það ekki. Ég virði skoðanir allra en þá hef ég líka á móti leyfi til að vera ósammála. Ég er ósammála þessari ákvörðun en ég virði hana. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu og ég lít bara á mig sem það mikinn fagmann að ég treysti mér til að vinna áfram út tímabilið alveg eins og ég hef verið að gera. Svo get ég bara haft einhverjar tilfinningar um þetta í sumar,“ sagði Sebastian. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Margir urðu hissa þegar það fréttist að Handknattleiksdeild Fram hafi ákveðið að skipta um þjálfara fyrir næsta tímabil og það þegar núverandi tímabil er rétt rúmlega hálfnað. Sebastian Alexandersson verður ekki þjálfari Framara næsta vetur en þetta kom fyrst fram á Vísi í gær. Einar Jónsson mun taka við þjálfun Safamýrarliðsins í sumar. Sebastian mun samt klára þetta tímabil. Guðjón Guðmundsson ræddi við Sebastian og fékk að vita það hvernig hann lítur sjálfur á málið. Gaupi spurði Sebastian hvort að þetta hafi verið blaut tuska í andlitið. „Já og nei. Vissulega er ég ekki sáttur við þetta en sagt upp og ekki sagt upp. Ég klára tímabilið og stjórn deildarinnar hefur sínar skoðanir. Þeir hafa sinn fyrsta valkost,“ sagði Sebastian Alexandersson og er þar að tala um Einar Jónsson. „Fyrir ári síðan þá skilst mér að hann hafi verið fyrsti valkosturinn þeirra og hann er það ennþá. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir því að þeirra skoðanir eru svona. Ég lít ekki á það þannig að það sé verið að reka mig það er bara verið að skipta um stefnu,“ sagði Sebastian. Get bara borið virðingu fyrir því „Ég tel mig vera réttan mann, á réttum stað og á réttum tíma. Þetta gengur vel og þetta gengur samkvæmt áætlun. Það mun gera það vonandi áfram. En eins og ég segi, ef hann hefur verið þeirra fyrsti kostur þá er hann það ennþá ári síðar. Þá er það bara allt í lagi. Fólk tekur þær ákvarðanir sem þau telja besta fyrir félagið. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir því,“ sagði Sebastian. Framliðið er eins og er í áttunda sætinu, síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið hefur unnið sex af þrettán leikjum sínum í Olís deildinni og er með fjórtán stig eða jafnmörg og Stjarnan í sætinu fyrir ofan og einu stigi meira en ÍBV sem er í sætinu fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræðir við Sebastian Alexandersson „Ég ætla ekki að ljúga því að ég var pínu hissa því mér finnst þetta vera ganga vel en aftur þá get ég voða lítið tekið inn á mig því sem ég hef ekki stjórn á,“ sagði Sebastian. Sebastian samdi við Fram til þriggja ára og var fengin til félagsins til að koma reglu á hlutina. „Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Fram hefur leikið betri bolta en liðið hefur gert síðustu ár,“ sagði Guðjón Guðmundsson í fréttinni sinni. Guðfinnur ekki neitt minna en frábær „Ég er með frábært teymi í kringum mig og Guðfinnur Kristmannsson er ekki búinn að vera neitt minna en frábær við hliðina á mér. Magnús Ingi Stefánsson er með markmennina og er búinn að gera stórkostlega hluti með þá. Leikmennirnir sjálfir eiga gríðarlegt hrós skilið fyrir að taka þessum hugmyndum opnum örmum og leggja sig fram við að meðtaka þær og fara eftir þeim,“ sagði Sebastian. Fram vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum en hefur frá 28. janúar náð í ellefu stig af sextán mögulegum. „Við erum svolítið að vinna þetta með leikmönnum og þeir fá að segja sínar skoðanir en á endanum tökum við auðvitað alltaf ákvarðanir. Það er alltaf gott ef leikmenn hafa eitthvað að segja sjálfir því þá er auðveldara að hafa trú á því,“ sagði Sebastian. Lít bara á þetta sem skemmtilega áskorun Það er ekki einfalt mál fyrir þjálfara sem hefur verið sagt upp störfum að halda áfram þar sem frá var horfið. Sebastian lætur það ekki slá sig út af laginu. Sebastian Alexandersson hefur þjálfað lengi.vísir/vilhelm „Ég lít bara á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég er búinn að þjálfa meistaraflokk í átján ár og þar hafa verið margar áskoranir og þær hafa verið misskemmtilegar. Ég hef aldrei áður lent í því að þurfa að takast á við svona stöðu áður. Vonandi næ ég að finna leið þar sem við getum allir einbeitt okkur að klára þetta tímabil eins vel og við getum,“ sagði Sebastian. „Við lögðum af stað í þessa vegferð að Fram þyrfti að vera í átta liða úrslitum í vor. Það markmið okkar stendur ennþá en baráttan er gríðarleg. Þegar upp er staðið gætu innbyrðis viðureignir orðið til þess að eitthvað lið dettur fyrir utan átta liða úrslitin. Við þurfum að gera allt sem við getum til að sjá til þess að það verðum ekki við,“ sagði Sebastian. Ætla ekki að vera liðið sem tapar fyrir ÍR „Það eina sem við erum að einblína á í augnablikinu er næsti leikur. Ég er sannfærður um það að ÍR á eftir að vinna leik í vetur og fókusinn okkar á æfingunum er ekki bara að undirbúa okkur fyrir lokakaflann heldur að sjá til þess að við verðum ekki það lið þegar við byrjum að spila aftur,“ sagði Sebastian. Lítur á sig sem það mikinn fagmann „Basti, þú hlýtur að hafa orðið reiður,“ spurði Guðjón Guðmundsson að lokum. „Það er svolítið fyndið að ég varð það ekki. Ég virði skoðanir allra en þá hef ég líka á móti leyfi til að vera ósammála. Ég er ósammála þessari ákvörðun en ég virði hana. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu og ég lít bara á mig sem það mikinn fagmann að ég treysti mér til að vinna áfram út tímabilið alveg eins og ég hef verið að gera. Svo get ég bara haft einhverjar tilfinningar um þetta í sumar,“ sagði Sebastian. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn