Stefnum áfram í rétta átt Jódís Skúladóttir skrifar 11. mars 2021 16:31 Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Norðausturkjördæmi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun