Persónuárásir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 11. mars 2021 20:01 Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. Ég hins vegar beitti lagareglum við meðferð mála gegn öllum sem ásakaðir voru fyrir refsiverða háttsemi. Það er eins og margir telji að þeim reglum eigi ekki að beita í málum sem varða kynferðisbrot. Þá eigi geðþóttinn að ráða. Nú gerðist það að Tobba Marinós ritstjóri DV skrifaði grein á Vísi þar sem hún sakaði mig um að hafa misbeitt dómsvaldi til að losa mann úr farbanni sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn henni. Þetta er auðvitað fjarstæða. Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðunum Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum yrði hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist. Sat ég í dómi sem staðfesti farbann yfir honum á þessari forsendu. Ekki hafði verið farið eftir ábendingum Hæstaréttar í því efni. Svo kom málið aftur til réttarins með kröfu um framlengingu á þessari frelsisskerðingu. Af tilliti til aðila í málinu vil ég ekki fjalla hér um sakarefnið. Ég segi aðeins að við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en varð ekki kvaddur til að fullnusta dóminn, þar sem hann hafði horfið til síns heima. Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið. Réttmæti þess úrskurðar verður þess vegna ekki metið á grundvelli þeirra gagna. Ég má nú sæta persónulegum árásum fyrir meðferð mína á dómsvaldi mínu meðan ég var dómari. Þetta virðist vera gert til að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra fyrir að hafa fengið mér verkefni, þar sem þessar meintu ávirðingar mínar koma ekkert við sögu. Kannski ákærendur mínir telji sig vaxa af þessu framferði? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. Ég hins vegar beitti lagareglum við meðferð mála gegn öllum sem ásakaðir voru fyrir refsiverða háttsemi. Það er eins og margir telji að þeim reglum eigi ekki að beita í málum sem varða kynferðisbrot. Þá eigi geðþóttinn að ráða. Nú gerðist það að Tobba Marinós ritstjóri DV skrifaði grein á Vísi þar sem hún sakaði mig um að hafa misbeitt dómsvaldi til að losa mann úr farbanni sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn henni. Þetta er auðvitað fjarstæða. Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðunum Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum yrði hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist. Sat ég í dómi sem staðfesti farbann yfir honum á þessari forsendu. Ekki hafði verið farið eftir ábendingum Hæstaréttar í því efni. Svo kom málið aftur til réttarins með kröfu um framlengingu á þessari frelsisskerðingu. Af tilliti til aðila í málinu vil ég ekki fjalla hér um sakarefnið. Ég segi aðeins að við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en varð ekki kvaddur til að fullnusta dóminn, þar sem hann hafði horfið til síns heima. Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið. Réttmæti þess úrskurðar verður þess vegna ekki metið á grundvelli þeirra gagna. Ég má nú sæta persónulegum árásum fyrir meðferð mína á dómsvaldi mínu meðan ég var dómari. Þetta virðist vera gert til að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra fyrir að hafa fengið mér verkefni, þar sem þessar meintu ávirðingar mínar koma ekkert við sögu. Kannski ákærendur mínir telji sig vaxa af þessu framferði? Höfundur er lögmaður.
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar