Sigurjón dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 13:10 Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar dómara við Hæstarétt. Mál Sigurjóns við MDE var vísað frá eftir sátt við ríkið á sömu forsendum. Vísir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í endurupptöku á svokölluðu Ímon-máli. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var ekki gerð sérstök refsing. Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. Hrunið Dómsmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira