Sex sjokkerandi staðreyndir um Ísland Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. mars 2021 10:30 Förum saman yfir 6 punkta sem lýsa Íslandi í dag. Það tekur meðalforstjórann í Kauphöllinni rúmlega einn dag að vinna sér inn mánaðartekjur öryrkjans, eldri borgarans eða þess atvinnulausa. Rúm dagslaun forstjórans eiga að duga hinum í einn mánuð. Ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en allir hinir af þjóðinni, sem eru 90% landsmanna. Fjármagnstekjuskatturinn, sem er sá skattur sem hinir ríku greiða helst, er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Veiðileyfagjöldin, sem helst stóru útgerðirnar borga, lækkuðu um tæp 60% á þremur árum. Árlegur arður sem rennur beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans er hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Nú búa allt að 35 þúsund Íslendingar við fátækt samkvæmt Hagstofunni. Af þeim eru 10 þúsund börn! Það hafa aldrei jafnmargir þurft nú að sækja sér mataraðstoð á Íslandi. Fólk sem á allt og fólk sem á ekkert Það er mjög margt fólk hér á landi sem þarf jafnvel að neita sér um læknisaðstoð og getur ekki veitt börnum sínum það sem jafnöldrum þeirra þykir sjálfsagt. Þetta fólk býr oft í vondum og jafnvel hættulegum húsum. Hér er því fólk sem á allt og hér er fólk sem á ekkert. Þetta finnst mér að stjórnmál ættu að snúast um. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Förum saman yfir 6 punkta sem lýsa Íslandi í dag. Það tekur meðalforstjórann í Kauphöllinni rúmlega einn dag að vinna sér inn mánaðartekjur öryrkjans, eldri borgarans eða þess atvinnulausa. Rúm dagslaun forstjórans eiga að duga hinum í einn mánuð. Ríkustu 10% Íslendinga eiga meira af hreinum eignum en allir hinir af þjóðinni, sem eru 90% landsmanna. Fjármagnstekjuskatturinn, sem er sá skattur sem hinir ríku greiða helst, er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Veiðileyfagjöldin, sem helst stóru útgerðirnar borga, lækkuðu um tæp 60% á þremur árum. Árlegur arður sem rennur beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans er hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar, þjóðin, fær. Nú búa allt að 35 þúsund Íslendingar við fátækt samkvæmt Hagstofunni. Af þeim eru 10 þúsund börn! Það hafa aldrei jafnmargir þurft nú að sækja sér mataraðstoð á Íslandi. Fólk sem á allt og fólk sem á ekkert Það er mjög margt fólk hér á landi sem þarf jafnvel að neita sér um læknisaðstoð og getur ekki veitt börnum sínum það sem jafnöldrum þeirra þykir sjálfsagt. Þetta fólk býr oft í vondum og jafnvel hættulegum húsum. Hér er því fólk sem á allt og hér er fólk sem á ekkert. Þetta finnst mér að stjórnmál ættu að snúast um. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar