Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2021 13:04 Aldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum við dómsuppsöguna í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn rétt í þessu. Dómurinn hefur ekki verið birtur. Starfsmaður dómstólsins tjáði blaðamönnum að dómurinn yrði nafnhreinsaður í dag og í framhaldinu birtur. Jón Baldvin stefndi Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu til réttargæslu vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar 2019. Um var að ræða níu ummæli Aldísar og fern ummæli Sigmars í þættinum og ein ummæli sem féllu á Facebook. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn sem féllu í Morgunútvarpinu og hins vegar og sigra hann og hans barnaníðingabandalag sem féllu á Facebook nokkru síðar. Sigmar var sýknaður af ummælum sínum. Hin umdeildu ummæli má sjá að neðan. Ummælin fjórtán sem málið snýst um Ummæli Aldísar í Morgunútvarpinu. 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona. Aldís var viðstödd dómsuppsöguna í málinu en Jón Baldvin og Sigmar mættu ekki. Aðalmeðferð í málinu fór fram þann 14. febrúar síðastliðinn eins og fjallað var um ítarlega á Vísi. Blaðamaður lýsti framburði aðila og vitna sem sláandi en meint sifjaspjell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem bar á góma. Rakin voru átakanleg mál sem hafa klofið fjölskyldu og í raun neytt fjölmarga misviljuga til að taka afstöðu til mála sem ekki liggja ljós fyrir eðli máls samkvæmt, með og á móti hinum og þessum. Út frá ólíkum forsendum. Hvort niðurstaða fáist í þau mál öll saman verður að koma í ljós en afstaða héraðsdóms varðandi ummælin sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 liggur nú fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn rétt í þessu. Dómurinn hefur ekki verið birtur. Starfsmaður dómstólsins tjáði blaðamönnum að dómurinn yrði nafnhreinsaður í dag og í framhaldinu birtur. Jón Baldvin stefndi Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu til réttargæslu vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar 2019. Um var að ræða níu ummæli Aldísar og fern ummæli Sigmars í þættinum og ein ummæli sem féllu á Facebook. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn sem féllu í Morgunútvarpinu og hins vegar og sigra hann og hans barnaníðingabandalag sem féllu á Facebook nokkru síðar. Sigmar var sýknaður af ummælum sínum. Hin umdeildu ummæli má sjá að neðan. Ummælin fjórtán sem málið snýst um Ummæli Aldísar í Morgunútvarpinu. 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona. Aldís var viðstödd dómsuppsöguna í málinu en Jón Baldvin og Sigmar mættu ekki. Aðalmeðferð í málinu fór fram þann 14. febrúar síðastliðinn eins og fjallað var um ítarlega á Vísi. Blaðamaður lýsti framburði aðila og vitna sem sláandi en meint sifjaspjell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem bar á góma. Rakin voru átakanleg mál sem hafa klofið fjölskyldu og í raun neytt fjölmarga misviljuga til að taka afstöðu til mála sem ekki liggja ljós fyrir eðli máls samkvæmt, með og á móti hinum og þessum. Út frá ólíkum forsendum. Hvort niðurstaða fáist í þau mál öll saman verður að koma í ljós en afstaða héraðsdóms varðandi ummælin sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 liggur nú fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ummælin fjórtán sem málið snýst um Ummæli Aldísar í Morgunútvarpinu. 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent