Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun hafði áhrif á rekstur OR í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 12:35 Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár. vísir/vilhelm Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 48,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust frá árinu 2020 þegar þær voru 46,6 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2020 var 5,6 milljarðar króna og dróst saman úr 6,9 milljörðum á fyrra ári. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi OR samstæðunnar. Heildarafkoma samstæðunnar sem samanstendur af móðurfélaginu, Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Carbfix dróst hins vegar saman um 61,7% milli ára og var 8,8 milljarðar króna í fyrra samanborið við 23 milljarða árið 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 394,1 milljarði króna í árslok og voru 369,8 milljarðar árið 2019. Eigið fé nam 188,1 milljörðum króna í árslok en 182,3 milljörðum undir lok ársins 2019 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar nú 47,7% samanborið við 49,3%. Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að köld tíð og fjölgun húsa sem tengd eru hitaveitu hafi ollið um 10% vexti heitavatnsnotkunar milli áranna 2019 og 2020 sem sé fáheyrð aukning á einu ári. Framlegð rekstursins (EBITDA) og rekstrarhagnaður (EBIT) voru meiri á árinu 2020 en 2019 en heildarniðurstaða ársins var jákvæð um ríflega 5,6 milljarða króna samanborið við 6,9 milljarða árið áður. „Fjárhagsleg og menningarleg endurskipulagning samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur undanfarinn áratug hefur skilað okkur því að nú getum við lagt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að viðspyrnu gegn kórónuveirunni og áhrifum hennar á samfélagið. Reksturinn er traustur, afkoma fyrirsjáanleg og við höfum getað lækkað gjaldskrár vatnsveitu og rafveitu umtalsvert síðustu ár. Gjöld fyrir hitaveitu og fráveitu hafa nánast fylgt verðlagi á sama tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. Dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár og hafa neyðarlán eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð til OR vegna hrunsins verið greidd að fullu. „Það skiptir líka máli, nú þegar ríki og sveitarfélög eru að glíma við samdrátt vegna kórónuveirunnar, að verulega hefur dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna á lánum hennar. Síðasta áratuginn hefur hlutfall lána með slíkum ábyrgðum minnkað úr rúmum 90% í 46%. Við stefnum að því að hætta alveg lántöku með ábyrgðum eigenda. Þá hefur OR nú greitt að fullu neyðarlán sem eigendur veittu fyrirtækinu árið 2011 að fjárhæð 12 milljarðar króna. Skattaspor samstæðunnar fyrir síðasta ár hefur verið reiknað. Það nam 8,8 milljörðum króna. Við erum stolt af rekstri sem skilar slíkum fjárhæðum til samfélagsins.,“ er haft eftir Bjarna. Reykjavík Orkumál Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi OR samstæðunnar. Heildarafkoma samstæðunnar sem samanstendur af móðurfélaginu, Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Carbfix dróst hins vegar saman um 61,7% milli ára og var 8,8 milljarðar króna í fyrra samanborið við 23 milljarða árið 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 394,1 milljarði króna í árslok og voru 369,8 milljarðar árið 2019. Eigið fé nam 188,1 milljörðum króna í árslok en 182,3 milljörðum undir lok ársins 2019 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar nú 47,7% samanborið við 49,3%. Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að köld tíð og fjölgun húsa sem tengd eru hitaveitu hafi ollið um 10% vexti heitavatnsnotkunar milli áranna 2019 og 2020 sem sé fáheyrð aukning á einu ári. Framlegð rekstursins (EBITDA) og rekstrarhagnaður (EBIT) voru meiri á árinu 2020 en 2019 en heildarniðurstaða ársins var jákvæð um ríflega 5,6 milljarða króna samanborið við 6,9 milljarða árið áður. „Fjárhagsleg og menningarleg endurskipulagning samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur undanfarinn áratug hefur skilað okkur því að nú getum við lagt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að viðspyrnu gegn kórónuveirunni og áhrifum hennar á samfélagið. Reksturinn er traustur, afkoma fyrirsjáanleg og við höfum getað lækkað gjaldskrár vatnsveitu og rafveitu umtalsvert síðustu ár. Gjöld fyrir hitaveitu og fráveitu hafa nánast fylgt verðlagi á sama tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. Dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár og hafa neyðarlán eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð til OR vegna hrunsins verið greidd að fullu. „Það skiptir líka máli, nú þegar ríki og sveitarfélög eru að glíma við samdrátt vegna kórónuveirunnar, að verulega hefur dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna á lánum hennar. Síðasta áratuginn hefur hlutfall lána með slíkum ábyrgðum minnkað úr rúmum 90% í 46%. Við stefnum að því að hætta alveg lántöku með ábyrgðum eigenda. Þá hefur OR nú greitt að fullu neyðarlán sem eigendur veittu fyrirtækinu árið 2011 að fjárhæð 12 milljarðar króna. Skattaspor samstæðunnar fyrir síðasta ár hefur verið reiknað. Það nam 8,8 milljörðum króna. Við erum stolt af rekstri sem skilar slíkum fjárhæðum til samfélagsins.,“ er haft eftir Bjarna.
Reykjavík Orkumál Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira