Ragnar Þór endurkjörinn sem formaður VR Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2021 14:06 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR. Hann hlaut 63 prósent atkvæða. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð. Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Hann hlaut 63 prósent atkvæða, eða 6.526 atkvæði. Helga Guðrún hlaut 3.549 atkvæði, eða 34,4 prósent. 271 tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni, eða 2,62 prósent. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, þar sem 10.346 atkvæði bárust eða frá 28,80 prósent atkvæðisbærra manna. Í heildina voru um 35 þúsund manns á kjörskrá. Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru frambjóðendur boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn sitjandi formanni.Vísir/Vilhelm Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 12,13 prósent Jón Steinar Brynjarsson, 8,51 prósent Helga Ingólfsdóttir, 8,7 prósent Sigurður Sigfússon, 8,21 prósent Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, 8,1 prósent Þórir Hilmarsson, 7,68 prósent Harpa Sævarsdóttir, 7,96 prósent Tóku ekki afstöðu, 9,98 prósent Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs Jónas Yngvi Ásgrímsson, 7,6 prósent Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir, 7,53 prósent Arnþór Sigurðsson, 6,98 prósent Áskorun að gera öllum til geðs Ragnar Þór segist í samtali við Vísi að hann sé ótrúlega ánægður og þakklátur nú þegar niðurstaða liggur fyrir. „Það er mjög erfitt að vera í svona risastóru stéttarfélagi þar sem hóparnir eru svo ólíkir. Það er mjög mikil áskorun að gera öllum til geðs,“ segir Ragnar Þór. Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára. Ragnar Þór og Helga Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“ Helga Guðrún Jónasdóttir segist í samtali við Vísi vera óskaplega þakklát sínu stuðningsfólki fyrir frábæra baráttu. Þá óski hún Ragnari til hamingju með sigurinn. Segir hún stuðningsmenn sína hafa lagt á sig ómælda vinnu sem hún sé stolt af. Baráttan hafi verið flott „en þetta hefðist ekki í þetta sinn.“ Hún segir jafnframt að mestu skipti að vel gangi hjá VR. „Vel gert hjá Ragnari og áfram VR,“ segir Helga Guðrún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Formannskjör í VR Félagasamtök Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59 „Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Lýkur á hádegi: Vantar þrjátíu atkvæði í að slá metið frá 2009 Allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VR lýkur á hádegi og hafa frambjóðendur verið boðaðir á fund kjörstjórnar klukkan 14. Niðurstaðan verður svo kynnt í lok þess fundar. 12. mars 2021 09:59
„Ég mun sjá hvað ég get gert betur“ „Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar. 12. mars 2021 14:22
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent