Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:23 Héraðsdómur úrskurðaði að bifreiðin sem Smart bílar seldu stefnanda hafi verið gallaður samkvæmt lögum. Vísir/vilhelm Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Smart bílar auglýstu Volvo XC90 T8 Hybrid bifreið til sölu í mars árið 2019 sem stefnandi hafði áhuga á að festa kaup á. Í kjölfarið undirritaði hann skjal sem bar yfirskriftina kaupsamningur. „Í þeim samningi var kveðið á um að stefnandi og stefnda gerðu með sér samning um þjónustu/kaup, eins og það var orðað, vegna framangreinds ökutækis,“ segir í dómi héraðsdóms. Þar var kveðið á um að kaupandi hafi beðið Smart bíla um að finna ökutæki sem væri til sölu erlendis og koma því til Íslands. Fyrirtækið kæmi fram sem umboðsmaður kaupanda í viðskiptum við bandaríska söluaðilann og tekið fram að upplýsingar um ástand ökutækja sem fyrirtæki veiti og væru komnar frá seljanda eða óháðum skoðunaraðila væru á engan hátt á hans ábyrgð. Um var að ræða bifreið að gerðinni Volvo XC90 T8 Hybrid.Getty/Sjoerd van der Wal Vildu ekki greiða viðgerðarkostnað Þegar kaupandinn fékk bifreiðina afhenta í júní gerði hann athugasemdir við að bakkmyndvél, skotthleri og leiðsögutæki virkuðu ekki auk þess að bíllinn læki í rigningartíð. Eigandi bílsins fór fram á að Smart bílar væru dæmdir til greiðslu bóta vegna galla bílsins. Fyrirtækið hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að það hafi ekki selt eigandanum bílinn heldur verið falið að annast milligöngu um viðskipti kaupandans við raunverulegan seljanda bifreiðarinnar sem væri bandaríska fyrirtækið JRS Auto buyers. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þessu og sagði staðreynd málsins vera að kaupandi hafi keypt bifreiðina beint af Smart bílum sem bæri þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Þar hafi meðal annars haft áhrif að kaupsamningur við JRS Auto buyers og farmbréf vegna flutnings bifreiðarinnar til landsins hafi verið í nafni Smart bíla. Héraðsdómur Reykjavíkur. Beri klárlega ábyrgð á afhendingarástandi bifreiðarinnar „Þegar horft er til þess og þeirrar staðreyndar að stefndi kynnti bifreiðina til sölu á tilgreindu söluverði á vefsíðu sinni eru engar forsendur til að leggja til grundvallar að stefnandi hafi leitað til stefnda og falast eftir þjónustu hans við að finna bíl fyrir sig til að kaupa. Staðreyndin er sú að stefnandi keypti bifreiðina beint af stefnda, sem ber þannig ábyrgð á afhendingarástandi hennar,“ segir í dómi héraðsdóms. „Breytir engu í þeim efnum þótt stefndi hafi beinlínis keypt hana erlendis í því augnamiði að selja stefnanda hana. Áréttað skal einnig í þessu sambandi að með því að hafa þennan háttinn á þá stendur eignarhald stefnda á bifreiðinni beinlínis í vegi fyrir því að stefnandi geti haft uppi kröfur á hendur hinum fyrrum bandarísku eigendum bifreiðarinnar, sem varnir stefnda um aðildarskort taka mið af, enda ekkert samningssamband milli stefnanda og bandarísku aðilanna.“ Þar að auki sé ekki um það deilt að bifreiðin hafi orðið fyrir skemmdum vegna vatnsleka og væri því gallaður í skilningi laga um neytendakaup.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira