„Bara ef það hentar mér“ Jón Björn Hákonarson og Íris Róbertsdóttir skrifa 12. mars 2021 19:29 Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélögin. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélögin hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Jón Björn Hákonarson Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsvert verið fjallað um málefni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Víða um land hafa sveitarfélög haft umsjón með rekstri þeirra með samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Lengi hefur legið fyrir að rekstur heimilanna væri þungur, og að framlög ríkisins til rekstur þeirra dygðu engan veginn til. Sveitarfélögin reyndu lengi að fá fram breytingar á þessu, en ekkert gekk og á síðasta ári ákváðu fjögur sveitarfélög að segja upp samningum sínum við SÍ um reksturinn. Voru þetta Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Þá fóru í gang viðræður við Sjúkratryggingar Íslands, sem gengu erfiðlega þrátt fyrir mikla eftirgangssemi sveitarfélaganna. Ekkert gekk eða rak í viðræðunum og sífelt nálgaðist sá dagur þegar rekstur heimilanna átti ekki að vera lengur á hendi sveitarfélaganna. Sveitarfélögin gengu til þessara viðræðna með það að aðalmarkmiði að tryggja að vistaskiptin yfir til nýs rekstraraðila, hver sem hann yrði, gengju snuðrulaust fyrir sig og að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem starfa á heimilunum og að verja þá þjónustu sem þar er veitt. Það var svo loksins þann 3. mars sl. að heilbrigðisráðuneytið kom að málinu. Á fundi þennan dag var fulltrúum Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að heilbrigðisstofnanir í hvorum landshluta tækju við rekstri heimilanna þann 1. apríl nk. Einnig kom ráðuneytið því skýrt á framfæri að lög nr.72/2002 um aðilaskipti giltu ekki um þessa yfirfærslu. Sveitarfélögunum yrði því nauðugur sá eini kostur að segja upp öllu starfsfólki sínu á hjúkrunarheimilunum - samtals um 140 starfsmönnum. Svo þetta sé sett fram á mannamáli, þá er það ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að neyða sveitarfélögin til að segja upp 140 starfsmönnum á einu bretti, og skilja þannig þrjú hjúkrunarheimili með rúmlega 70 heimilismenn eftir án starfsmanna! „Ég er mjúkur á manninn, en í borðið svo ég ber, bara ef það hentar mér“ Að mati Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar er það skýrt að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa áður verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því við að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess, er útúrsnúningur og ber þess merki að heilbrigðisyfirvöld vilji ekki tryggja hnökralausan tilflutning dvalar- og hjúkrunarheimilanna til ríkisins. Þegar málefni fatlaðra voru flutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 voru umrædd lög látin gilda. Þau voru einnig látin gilda þegar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilisins á Hornafirði fluttust frá Sveitarfélaginu Hornafirði til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á síðasta ári, sömu stofnunar og mun nú taka við rekstri hjúkrunarheimilisins í Vestmannaeyjum. Þá stóð til að réttarstaða starfsfólks yrði tryggð við tilflutning hjúkrunarheimilisins á Akureyri til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands árið 2020, eins og fram kom í sameiginlegri fréttatilkynningu stjórnvalda og umræddra stofnana í ágúst sl. Fyrir nokkrum mánuðum var hægt að setja velferð heimilfólks og starfsfólkið í forgang, nokkrum mánuðum síðar er sú hugsun ekki efst í huga heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist því auðvelt að beita umræddum lögum þegar það hentar ríkinu, en bera svo við heimildarleysi þegar það hentar ekki. Er það nema von að laglínur Stuðmannlagsins „Bara ef það hentar mér“ séu ofarlega í huga okkar við þessi sinnaskipti. Þá skal jafnframt áréttað að ráðherra getur tekið þá ákvörðun að fara ekki eftir þrengstu skilgreiningu laganna eða óskað eftir að bráðbirðgarákvæði verði sett í þau vegna þessara breytinga. Þetta var t.d. gert þegar málefni fatlaðra voru færð til sveitarfélaga á sínum tíma. Þetta snýst allt um hvar vilji ráðherrans liggur. Ráðuneytið ber ábyrgðina Það er svo auðvitað ótækt að ráðherra heilbrigðismála mæti fjölmiðla og reyni af öllum mætti að koma ábyrgð á þessu máli yfir á sveitarfélögin. Í dag ber hún því fyrir sig að það hafi verið ákvörðun sveitarfélaganna „ að veita ekki þessa þjónustu“. Rétt er að hafa í huga að öll sveitarfélögin sem hér um ræðir hafa um árabil reynt að ná til ráðuneytisins og ráðherra til að ræða þann vanda sem blasað hefur við í rekstri heimilanna. Sveitarfélögin hafa undanfarinn ár greitt hundruði milljóna með rekstri heimilanna, og við þá stöðu var ekki unað lengur. Það vantaði ekki vilja þeirra til að halda rekstrinum áfram, ef hægt hefði verið að ná samtali um raunhæf framlög ríkisins til málaflokksins, en það samtal var ekki hægt að fá. Það er rétt að halda því til haga að það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á málaflokkunum sem snerta hjúkrunarheimilin, undan þeirri ábyrgð getur ráðherra málaflokksins ekki reynt að hlaupa. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa nú leitað til velferðarnefndar Alþingis og farið þess á leit við nefndina að hún stígi inn í þetta mál og sjái til þess að það fái farsæla lausn. Raunar hefði verið meiri bragur á því að ráðuneytið hefði lokið málinu með sómasamlegum hætti og sýnt því góða starfi sem unnið er á hjúkrunarheimilum víða um land virðingu, en ekki dottið í að bera fyrir sig sjálfskapaðan stjórnsýslulegan ómöguleika við þessa yfirfærslu. Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun