Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 15. mars 2021 14:31 Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar