Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:20 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um stöðu þeirra sem hafa verið lengi atvinnulausir og krafði stjórnvöld um aðgerðir. Stöð 2/Sigurjón Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um stöðu atvinnulausra á Alþingi í dag. Atvinnuleysi hefði verið 11,4 prósent í febrúar. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hefðu þá verið án atvinnu, þar af rúmlega fjögur þúsund lengur en í tólf mánuði. Seðlabankinn spáði áframhaldandi miklu atvinnuleysi næstu árin. „Þess vegna er svo mikilvægt að staða þeirra sem eru án atvinnu verði greind og stjórnvöld grípi til almennilegra ráða til að vinna gegn fátækt. Ef stjórnvöld hreyfa sig ekki hraðar en hingað til er það pólitísk ákvörðun að láta þá sem missa vinnuna í heimsfaraldri bera þyngstu byrðarnar,“ sagði Oddný. Stór hluti atvinnulausra ættu erfitt með að láta enda ná saman og þyrftu í ríkari mæli en aðrir að leita aðstoðar hjálparsamtaka. Staða atvinnulausra af erlendum uppruna væri sínu verri en annarra. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði nýjustu aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru á föstudag stuðla að fjölgun starfa fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi.Stöð 2/Sigurjón „Staða atvinnulausra er alvarleg og krefst mun meiri athygli stjórnvalda og kröftugra sértækra aðgerða. Skrefið sem félags- og barnamálaráðherra kynnti síðasta föstudag er jákvætt. Við í Samfylkingunni höfðum kallað eftir slíkri aðgerð. Störfum með styrkjum líkt og gert var eftir hrun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir en það þarf að koma fleira til og til lengri tíma,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til einnig hafa náð til atvinnulausra. Aðgerðir sem kynntar hefðu verið á föstudag í síðustu viku væru þær stærstu til að stuðla að sköpun starfa með styrkjum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að standa undir launakostnaði. „Það er besta leiðin til að tryggja einstaklingum hærri framfærslu sem við erum að fara þarna. Það er besta leiðin til að koma fólki í virkni og það er besta leiðin til að koma hagkerfinu af stað. Það er líka besta leiðin til að tryggja auknar tekjur sveitarfélaganna. Vegna þess að þau fá líka hærri tekjur af því að skapa þessi störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Félagsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira