Barn á eftir bolta fær bætur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 17:56 Drengurinn var í leit að bolta þegar hann fór inn á byggingarsvæðið, sem var skammt frá sparkvelli við grunnskóla. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu. Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu.
Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent