Átt þú von á barni? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:00 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar