Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2021 10:47 Funduri bandarískra og kínverskra embættismann fór ekki vel af stað en fregnir hafa borist af því að dregið hafi úr deilum þegar fundurinn færðist á bakvið tjöldin. AP/Frederic J. Brown Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag.
Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira