Af hverju viljum við minni verðbólgu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. mars 2021 08:00 Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Verðlag Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun