Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 14:44 Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Gengið er frá lokunarpósti á Suðurstrandarvegi rétt austan megin við Grindavík. Um átta kílómetra göngu er að ræða. Til skoðunar er að útbúa bílastæði nærri gossvæðinu fyrir göngufólk. Vísir/Loftmyndir ehf Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira