Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 19:39 RÚV hefur borist stefna vegna umfjöllunar Kastljóss frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. Þetta kom fram í máli Þóru Arnórsdóttir, ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í Morgunútvarpinu í morgun. Þóra var þar stödd til þess að ræða Kveik, en sagði frá því að stutt væri síðan henni, Tryggva Aðalbjörnssyni og RÚV hefði borist stefna frá Brúneggjum, vegna umfjöllunar sinnar um fyrirtækið, þar sem kom fram að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hafi Matvælastofnun látið undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Engar áhyggjur þó málið krefjist vinnu Í útvarpsviðtalinu í morgun sagðist Þóra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ segir Þóra. Næst á dagskrá sé að fara yfir gögn málsins til að undirbúa sig. „Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, þannig,“ segir Þóra. Að hennar mati sé málsóknin óþarfi, þó vissulega hafi allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“ Matvælaframleiðsla Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Brúneggjamálið Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þóru Arnórsdóttir, ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í Morgunútvarpinu í morgun. Þóra var þar stödd til þess að ræða Kveik, en sagði frá því að stutt væri síðan henni, Tryggva Aðalbjörnssyni og RÚV hefði borist stefna frá Brúneggjum, vegna umfjöllunar sinnar um fyrirtækið, þar sem kom fram að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hafi Matvælastofnun látið undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Engar áhyggjur þó málið krefjist vinnu Í útvarpsviðtalinu í morgun sagðist Þóra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ segir Þóra. Næst á dagskrá sé að fara yfir gögn málsins til að undirbúa sig. „Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, þannig,“ segir Þóra. Að hennar mati sé málsóknin óþarfi, þó vissulega hafi allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“
Matvælaframleiðsla Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Brúneggjamálið Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira