„Áhrif af þessu bætast ofan á þegar viðkvæma stöðu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. mars 2021 13:00 Björn Einarsson hjá Eimskip segir alveg ljóst að það muni lengjast afhendingartíminn á vörum vegna málsins. „Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð. Björn segir um gríðarlega stórt mál að ræða. „Við munum sjá lengri flutningstíma til Evrópu og þá inn til okkar markaða, sem er Ísland. Bið skipa og breytt siglingaleið, fyrir suðurodda Afríku, mun því bætast ofan á flutningstímann frá Asíu og hingað.“ Ekkert gengur að losa skipið Gámaflutningaskipið Ever Given, sem er í eigum taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, strandaði á þriðjudag og hefur ekkert gengið að losa skipið sem er um 400 metra langt, 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Lág sjávarstaða, sterkir vinar og gríðarleg stærð skipsins hafa torveldað vinnu við að ná skipinu af strandstað og er óttast að margar vikur gæti tekið að losa skipið. Björn segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Mikilvægi Súesskurðarins Björn segir að Eimskip eigi ekki neina gáma um borð í skipinu svo að þetta hafi ekki bein áhrif á félagið þannig. „En það er alveg ljóst að Súesskurðurinn er ein af meginbreytunum í siglingakerfi heimsins og þarna fara um tólf prósent af vöruflutningum í heiminum. Þriðjungur af gámum sem fara um Rotterdam, sem er ein af lykilhöfnum Evrópu, fer um Súes. Það er alveg ljóst að til lengri tíma mun þetta hafa áhrif ofan í gríðarlega viðkvæma stöðu sem hefur verið í því sem við köllum „deep-sea“ umhverfi, þar sem verð hefur verið að hækka gríðarlega. Það kemur pressa á gámalógistíkina, gámastöðuna, sem hefur þegar verið viðkvæm í þessu Covid-ástandi í heiminum. Það mun koma ójafnvægi á ákveðna þætti sem er bæði flutningstími skipa, minni burðargeta, snúningstími gáma og allt slíkt. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál. Þetta er gríðarlegt tap á hverjum degi.“ Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Ekki von á einhverjum vöruskorti hérlendis Björn segir Eimskip vinna með skipalínum sem eru nú í biðröðinni í eða við Súesskurð eða þá sem hafa nú tekið þá ákvörðun að sigla í staðinn fyrir suðurodda Afríku. „Það er auka vika eða tvær í flutningi og átta þúsund sjómílur. Þar koma lengri tíma áhrifin og við eigum klárlega gáma í öllum þeim skipum.“ Aðspurður hvað sé í þeim gámum segir hann það vera alls konar vöru. „Hefðbundin vara. Það er ótrúlega mikil breidd í því hvað sé að koma frá austurlöndum fjær og Asíu í innflutningi. Þannig að við getum sagt að við erum ekki að sjá áhrif til skamms tíma en til lengri tíma þá bætast áhrif af þessu ofan á þegar viðkvæma stöðu sem hefur verið í skipaflutningum heimsins.“ Björn segir að íslenskir neytendur muni þó ekki sjá fram á einhvern sérstakan vöruskort vegna málsins. „En það mun klárlega lengja í afhendingartíma á vörum.“ Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Björn segir um gríðarlega stórt mál að ræða. „Við munum sjá lengri flutningstíma til Evrópu og þá inn til okkar markaða, sem er Ísland. Bið skipa og breytt siglingaleið, fyrir suðurodda Afríku, mun því bætast ofan á flutningstímann frá Asíu og hingað.“ Ekkert gengur að losa skipið Gámaflutningaskipið Ever Given, sem er í eigum taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine, strandaði á þriðjudag og hefur ekkert gengið að losa skipið sem er um 400 metra langt, 200 þúsund tonn og með um 20 þúsund gáma um borð. Lág sjávarstaða, sterkir vinar og gríðarleg stærð skipsins hafa torveldað vinnu við að ná skipinu af strandstað og er óttast að margar vikur gæti tekið að losa skipið. Björn segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Mikilvægi Súesskurðarins Björn segir að Eimskip eigi ekki neina gáma um borð í skipinu svo að þetta hafi ekki bein áhrif á félagið þannig. „En það er alveg ljóst að Súesskurðurinn er ein af meginbreytunum í siglingakerfi heimsins og þarna fara um tólf prósent af vöruflutningum í heiminum. Þriðjungur af gámum sem fara um Rotterdam, sem er ein af lykilhöfnum Evrópu, fer um Súes. Það er alveg ljóst að til lengri tíma mun þetta hafa áhrif ofan í gríðarlega viðkvæma stöðu sem hefur verið í því sem við köllum „deep-sea“ umhverfi, þar sem verð hefur verið að hækka gríðarlega. Það kemur pressa á gámalógistíkina, gámastöðuna, sem hefur þegar verið viðkvæm í þessu Covid-ástandi í heiminum. Það mun koma ójafnvægi á ákveðna þætti sem er bæði flutningstími skipa, minni burðargeta, snúningstími gáma og allt slíkt. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál. Þetta er gríðarlegt tap á hverjum degi.“ Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Ekki von á einhverjum vöruskorti hérlendis Björn segir Eimskip vinna með skipalínum sem eru nú í biðröðinni í eða við Súesskurð eða þá sem hafa nú tekið þá ákvörðun að sigla í staðinn fyrir suðurodda Afríku. „Það er auka vika eða tvær í flutningi og átta þúsund sjómílur. Þar koma lengri tíma áhrifin og við eigum klárlega gáma í öllum þeim skipum.“ Aðspurður hvað sé í þeim gámum segir hann það vera alls konar vöru. „Hefðbundin vara. Það er ótrúlega mikil breidd í því hvað sé að koma frá austurlöndum fjær og Asíu í innflutningi. Þannig að við getum sagt að við erum ekki að sjá áhrif til skamms tíma en til lengri tíma þá bætast áhrif af þessu ofan á þegar viðkvæma stöðu sem hefur verið í skipaflutningum heimsins.“ Björn segir að íslenskir neytendur muni þó ekki sjá fram á einhvern sérstakan vöruskort vegna málsins. „En það mun klárlega lengja í afhendingartíma á vörum.“
Skipaflutningar Egyptaland Súesskurðurinn Tengdar fréttir Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23 Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. 25. mars 2021 15:23
Fjara, sterkir vindar og stærð skips torvelda vinnu í Súesskurði Lág sjávarstaða, sterkir vindar og gríðarleg stærð skips hefur torveldað vinnu við að losa gámaflutningaskipið Ever Given af strandstað í Súesskurðinum. 25. mars 2021 07:30