NBA dagsins: Refurinn skaut nýbólusetta Warriors leikmenn á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 15:01 De'Aaron Fox er frábær leikmaður og virðist vera hér hreinlega vera að stríða aðeins Kent Bazemore hjá Golden State Warriors í leiknum í nótt. AP/Randall Benton De'Aaron Fox er á góðri leið að komast í hóp stórstjarna NBA-deildarinnar eftir frammistöðu sína í síðustu leikjum. Hann hefur aldrei skorað meira í einum leik en á móti Golden State Warriors í nótt. De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021) NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
De'Aaron Fox hitti úr 16 af 22 skotum sínum og endaði með 44 stig og 7 stoðsendingar í 141-119 stórsigri Sacramento Kings á Golden State. Fox hefur skorað meira en 30 stig í sex af síðustu tíu leikjum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Í síðustu tveimur leikjum hefur Fox boðið upp á 81 stig samanlagt og 69 prósent skotnýtingu (29 af 42). „Það er gaman að fylgjast með honum, virkilega gaman. Að sjá hann átta sig betur á hlutunum og sjá hann vaxa sem leiðtoga bæði í því hvernig hann tjáir sig og með því hvernig hann spilar. Hann er á góðum stað núna. Þegar De'Aaron er að spila svona þá erum við mjög lið,“ sagði Luke Walton, þjálfari Sacramento Kings. De'Aaron Fox is the 2nd player in Kings franchise history with 80 points on 65% shooting in a 2-game span.He joins Oscar Robertson, who did so in 1965 and 1969.h/t @EliasSports pic.twitter.com/q6G0poGdrk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 26, 2021 Leikmenn og þjálfarar Golden State Warriors voru bólusettir með Johnson & Johnson bóluefninu til varnar kórónuveirunni. Draymond Green vaknaði veikur og var ekki með en Stephen Curry missti af fjórða leiknum í röð eftir að hafa fengið högg á rófubeinið. Golden State vann Sacramento með 31 stigi í janúarmánuði en þá væri bæði Curry og Green með. Tyrese Haliburton skoraði 21 stig og sex þrista fyrir Kings og Richaun Holmes var með 25 stig og 11 fráköst í fimmta sigri Sacramento Kings í síðustu sex leikjum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þessari frammistöðu De'Aaron Fox sem og myndir frá því þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat og þegar Danny Green fór á kostum í sigri Philadelphia 76ers á hans gömlu félögum í Los Angeles Lakers. Auk þess má sjá bestu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 25. mars 2021)
NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira