Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Sigrún Eiríksdóttir skrifar 26. mars 2021 15:30 Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun