Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Sigrún Eiríksdóttir skrifar 26. mars 2021 15:30 Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Mest lesið Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun