Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur prjóna við efni nafnlausra tilkynninga Sara Pálsdóttir skrifar 29. mars 2021 15:00 Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Sara Pálsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun