„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 23:23 Chauvin (til hægri) ásamt verjanda sínum, Eric Nelson. Court TV/AP Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. „Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25