Mikilvægi mannbrodda: „Ég skil ekki að enginn hafi drepist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 13:50 Fólk átti í mestu vandræðum með að standa í lappirnar og reyndist mörgum best að mjaka sér niður brekkuna á rassinum. Mannbroddar hafa verið nefndir sem nauðsynlegur búnaður fyrir göngu inn í Geldingadali. Og ekki að ástæðulausu. Fjölmargir hafa slasast á leið sinni til og frá gosstöðvunum og virðast flestir hafa slasast í hálku. Almannavarnir, lögregla og björgunarsveitarfólk hafa unnið hörðum höndum að því að gera aðkomu gesta sem besta á svæðinu. Þannig hafa verið búin til bílastæði á svæðinu, símasamband hefur verið styrkt, leiðir verði stikaðar og reipi verið komið fyrir í bröttustu brekkunni. Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir er ein tug þúsunda sem hafa sótt gosstöðvarnar heim. Það gerði hún fimmtudaginn síðastliðinn, þann 25. mars. Þann dag var fólki beint aðra leið að gosstöðvunum vegna gasmengunar og var nýbyrjað að stika þá leið. Ekki var komið reipi í brekkuna eins og er nú. Ragnhildur birti myndbönd á Facebook-síðu sinni sem sýnir ferðalanga í miklu basli upp og ekki síður niður brekkuna. Ragnhildur er vön göngum en var þó broddalaus umræddan dag þótt hún ætti þá til. Umræðan um mikilvægi brodda við gönguna var ekki orðin jafnáberandi og hún er nú. Hún lýsir miklum erfiðleikum að komast niður brekkuna broddalaus. Göngustafir hafi þó hjálpað. „Þetta var bara svakalegt. Ég var aum í lófunum, í skinninu, af því að dauðhalda mér í stafina til að komas niður. Svo var ég á rassinum eins og hinir,“ segir Ragnhildur. Eins og sést á myndunum var vindasamt umræddan dag en þó ekki þannig að mælt væri gegn ferðum á gosstöðvarnar sökum veðurs. Hún keypti sér rútuferð með Reykjavík Excursions og segir son sinn hafa gert grín að því að hún væri elsta manneskjan á svæðinu. Þó aðeins 55 ára gömul. „Ég hitti konu á leiðinni og spurði hana hvort við værum ekki að koma að þessu. Jú jú, svo er bongó þarna hjá gosinu,“ segir Ragnhildur og hefur eftir konunni. Ekki hafi beint verið bongóblíða en þó þannig að hægt var að setjast niður og njóta flatkökunnar. Björgunarsveitarmenn komu upp þessu reipi til að hjálpa fólki upp og niður brattasta hjallann á leiðinni á gosstöðvarnar.Þorbjörn Hún segist meðvituð og mikilvægt fyrir alla að átta sig á því að þeir fari á svæðið á eigin ábyrgð. En það sé ótrúleg heppni að búa í landi þar sem björgunarsveitarfólk og lögregla er til taks. „Við erum heppnasta fólk í heimi að fólk bjóði sig fram til að passa okkur.“ Verst hafi henni liðið á leið niður brekkuna, hvar nú er að finna reipi. Reipi hefur verið komið fyrir á gönguleiðinni til að hjálpa fólki upp og niður erfiðasta brattann.Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki að enginn hafi drepist. Ég var drulluhrædd. Settist bara á rassinn og hugsaði „skítt með buxurnar“,“ segir Ragnhildur. Þau hafi verið á gosstöðvunum seinni partinn en lagt af stað niður fyrir myrkur einmitt til að þurfa ekki að glíma við brekkuna í myrkri. „Skynsemin réði hjá okkur þar,“ segir Ragnhildur. Auk mannbrodda hefur fólk verið minnt á að taka með sér höfuðljós að kvöldi til. Rætt var við sérfræðing um mannbrodda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan þar sem skíðafólk veltir vöngum yfir því að fólk megi ekki fara á skíði en þó fjölmenna á gosstöðvarnar. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29. mars 2021 21:01 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Almannavarnir, lögregla og björgunarsveitarfólk hafa unnið hörðum höndum að því að gera aðkomu gesta sem besta á svæðinu. Þannig hafa verið búin til bílastæði á svæðinu, símasamband hefur verið styrkt, leiðir verði stikaðar og reipi verið komið fyrir í bröttustu brekkunni. Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir er ein tug þúsunda sem hafa sótt gosstöðvarnar heim. Það gerði hún fimmtudaginn síðastliðinn, þann 25. mars. Þann dag var fólki beint aðra leið að gosstöðvunum vegna gasmengunar og var nýbyrjað að stika þá leið. Ekki var komið reipi í brekkuna eins og er nú. Ragnhildur birti myndbönd á Facebook-síðu sinni sem sýnir ferðalanga í miklu basli upp og ekki síður niður brekkuna. Ragnhildur er vön göngum en var þó broddalaus umræddan dag þótt hún ætti þá til. Umræðan um mikilvægi brodda við gönguna var ekki orðin jafnáberandi og hún er nú. Hún lýsir miklum erfiðleikum að komast niður brekkuna broddalaus. Göngustafir hafi þó hjálpað. „Þetta var bara svakalegt. Ég var aum í lófunum, í skinninu, af því að dauðhalda mér í stafina til að komas niður. Svo var ég á rassinum eins og hinir,“ segir Ragnhildur. Eins og sést á myndunum var vindasamt umræddan dag en þó ekki þannig að mælt væri gegn ferðum á gosstöðvarnar sökum veðurs. Hún keypti sér rútuferð með Reykjavík Excursions og segir son sinn hafa gert grín að því að hún væri elsta manneskjan á svæðinu. Þó aðeins 55 ára gömul. „Ég hitti konu á leiðinni og spurði hana hvort við værum ekki að koma að þessu. Jú jú, svo er bongó þarna hjá gosinu,“ segir Ragnhildur og hefur eftir konunni. Ekki hafi beint verið bongóblíða en þó þannig að hægt var að setjast niður og njóta flatkökunnar. Björgunarsveitarmenn komu upp þessu reipi til að hjálpa fólki upp og niður brattasta hjallann á leiðinni á gosstöðvarnar.Þorbjörn Hún segist meðvituð og mikilvægt fyrir alla að átta sig á því að þeir fari á svæðið á eigin ábyrgð. En það sé ótrúleg heppni að búa í landi þar sem björgunarsveitarfólk og lögregla er til taks. „Við erum heppnasta fólk í heimi að fólk bjóði sig fram til að passa okkur.“ Verst hafi henni liðið á leið niður brekkuna, hvar nú er að finna reipi. Reipi hefur verið komið fyrir á gönguleiðinni til að hjálpa fólki upp og niður erfiðasta brattann.Vísir/Vilhelm „Ég skil ekki að enginn hafi drepist. Ég var drulluhrædd. Settist bara á rassinn og hugsaði „skítt með buxurnar“,“ segir Ragnhildur. Þau hafi verið á gosstöðvunum seinni partinn en lagt af stað niður fyrir myrkur einmitt til að þurfa ekki að glíma við brekkuna í myrkri. „Skynsemin réði hjá okkur þar,“ segir Ragnhildur. Auk mannbrodda hefur fólk verið minnt á að taka með sér höfuðljós að kvöldi til. Rætt var við sérfræðing um mannbrodda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Umræðuna má sjá í klippunni hér að neðan þar sem skíðafólk veltir vöngum yfir því að fólk megi ekki fara á skíði en þó fjölmenna á gosstöðvarnar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29. mars 2021 21:01 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. 29. mars 2021 21:01
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32
Töluvert álag á bráðamóttökunni vegna hálkuslysa Álagið á bráðamóttöku Landspítalans jókst þó nokkuð um liðna helgi vegna þeirra rúmlega þrjátíu einstaklinga sem þangað þurftu að leita út af því að þeir höfðu slasað sig í hálku. 24. nóvember 2020 06:58