NBA dagsins: Westbrook með svakalega metþrennu í sigri Galdrakarlanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 15:01 Russell Westbrook var í miklum ham gegn Indiana Pacers. getty/Katherine Frey Russell Westbrook hefur náð fjölmörgum þreföldum tvennum á ferlinum en engri eins og í leik Washington Wizards og Indiana Pacers í NBA-deildinni í nótt. Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Westbrook skoraði 35 stig, tók fjórtán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í átta stiga sigri Washington, 132-124. Þetta er í fyrsta sinn í sögu NBA sem leikmaður skorar 35 stig eða meira og gefur tuttugu stoðsendingar eða meira í leik. FINAL SCORE THREAD Russell Westbrook puts up the FIRST 35-point, 20-assist triple-double in NBA HISTORY to lift the @WashWizards! Russ: 35 PTS, 14 REB, 21 ASTRui Hachimura: 26 PTSChandler Hutchison: 18 PTS pic.twitter.com/WSPSuuSYXk— NBA (@NBA) March 30, 2021 Westbrook hefur náð sextán þrennum í NBA í vetur og á nú metið yfir flestar þrennur í sögu Washington, þótt hann hafi bara gengið í raðir liðsins síðasta haust og leikið 38 leiki fyrir það. Darrell Walker átti gamla metið en hann náði fimmtán þrennum á árunum 1987-91. MOST IN FRANCHISE HISTORY!Russell Westbrook records his 16th triple-double in only 38 games. pic.twitter.com/WQRcOolDdB— Washington Wizards (@WashWizards) March 30, 2021 Washington þurfti sannarlega á miklu og góðu framlagi frá Westbrook að halda í nótt þar sem stigahæsti leikmaður NBA, Bradley Beal, var frá vegna meiðsla. Japanski framherjinn Rui Hachimura skoraði 26 stig fyrir Washington og Chandler Hutchinson var með átján stig í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Washington hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað átta af níu leikjum þar á undan. Washington er í 12. sæti Austurdeildarinnar og þarf að gefa í ef liðið ætlar að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Stórleikur Domantas Sabonis dugði skammt fyrir Indiana. Hann skoraði 35 stig, tók ellefu fráköst og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Indiana er í 9. sæti Austurdeildarinnar. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Washington og Indiana, Brooklyn Nets og Miami Heat og Los Angeles Clippers og Milwaukee Bucks, auk viðtals við Westbrook og flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA 30. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102. 30. mars 2021 07:31