Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 19:30 Lögreglumenn vísa nú ökumönnum sem ætla sér að gossvæðinu frá við upphaf Grindavíkurvegar við Reykjanesbrautina. Vísir/Jóhann Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira