Gerum betur í fasteignaviðskiptum Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G Harðarson skrifa 31. mars 2021 08:00 Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 10 árum gátu menn keypt sér lakkskó og lakrísbindi, jakkaföt í Dressmann og sagst svo vera fasteignasalar. Stórstígar framfarir hafa verið síðan þá. Í fyrri grein okkar kemur fram að fasteignasalar neita fólki um tilboð í eign nema að fá eign þeirra í sölu sem er viðskiptaþvingun og ólöglegir viðskiptahættir. Hvers vegna hefur þessi staða skapast? Samkvæmt íslenskum lögum ber fasteignasölum að gæta bæði hagsmuna kaupenda og seljenda. Honum er gert að vera milliliður í viðskiptum bæði á hæsta verði fyrir seljendur og lægsta verði fyrir kaupendur. Þegar markaðurinn er í jafnvægi, er það ekki endilega svo flókið enda má segja að þá nær markaðurinn sátt um verð. En í dag erum við órafjarri því jafnvægi. Á höfuðborgarsvæðinu vantar um 3000 íbúðir á sölu til þess að slíkt jafnvægi náist. Þessi staða er það sem oft er kallað seljendamarkaður. Þá eru seljendur í yfirburðastöðu á markaði og verð hækkar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið færri íbúðir í byggingu í fjögur ár. Nýbyggingum hefur fækkað nú á milli ára um 21% á þessu svæði samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Mestur er samdrátturinn í íbúðum á lokabyggingastigum og því ljóst að eitthvað mun þetta ástand vara. Á sama tíma hafa aldrei verið lægri vextir í boði fyrir kaupendur fasteigna. Fólk græðir þó ekki mikið á lágum vöxtum til fasteignakaupa ef engar eru eignir í sölu eða það fær ekki einu sinni að gera tilboð í þær eignir sem þó eru á markaði. Fyrirtæki ganga ekki að sömu vöxtum en þar er þeir mun hærri. Það gerir fyrirtækjum erfitt fyrir bæði að fjármagna sig og að halda dampi við þau vaxtakjör og skortur á lóðum. Þarna myndast flöskuhálsinn sem gerir það að verkum að ójafnvægi myndast. Verktakar ná ekki að byggja í takt við eftirspurn. Hvernig tryggja fasteignasalar hlutleysi við aðstæður þar sem þeim er gert að vera milliliður á markaði þar sem skortur á framboði skapar sífeldar verðhækkanir, kaupendum í óhag? Virðing og heiðarleiki eru grunnstoðir þess að fagmennska og traust myndist milli viðskiptavina og fasteignasala. Því virðist blasa við að lausnin á því að tryggja réttlæti á markaði sem sífellt er í ójafnvægi sé að kaupendur og seljendur séu hvor með sinn fasteignasalann. Þannig fara fasteignaviðskipti fram í öllum löndum nema á Íslandi og í Noregi. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað fasteignasölu og nemi í löggildingu. Einar G Harðarson, Löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað fasteignasölu.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar