„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 09:39 Gríðarlegur fjöldi hefur farið að sjá gosið í Geldingadölum síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Vísir/Vilhelm Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Lokað verður fyrir alla umferð tólf tímum síðar að klukkan sex að kvöldi. Ekki er hægt að lesa annað úr tilkynningu lögreglu en að þetta hafi nú þegar tekið gildi og gossvæðið sé þar með opið. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta fyrirkomulag verði viðhaft með hliðsjón af reynslu síðustu daga en tugir þúsunda hafa farið að skoða gosið síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Þá er ekki loku fyrir það skotið að svæðinu verði lokað fyrr en klukkan sex að kvöldi ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði klukkan tíu að kvöldi. „Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Bannað að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg Í henni er jafnframt komið inn á hvernig ástandið var í og við gossvæðið í gær þar sem bílalestin náði inn á Grindavíkurveg en sá vegur er nokkuð fjarri eldstöðvunum. Lögreglan áréttar að bannað sé að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Þá sé „fjarstæðukennt“ fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. „Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem einnig er minnt á gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins: „Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“ Tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum: Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Lokað verður fyrir alla umferð tólf tímum síðar að klukkan sex að kvöldi. Ekki er hægt að lesa annað úr tilkynningu lögreglu en að þetta hafi nú þegar tekið gildi og gossvæðið sé þar með opið. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þetta fyrirkomulag verði viðhaft með hliðsjón af reynslu síðustu daga en tugir þúsunda hafa farið að skoða gosið síðan það hófst fyrir tólf dögum síðan. Þá er ekki loku fyrir það skotið að svæðinu verði lokað fyrr en klukkan sex að kvöldi ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði klukkan tíu að kvöldi. „Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Bannað að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg Í henni er jafnframt komið inn á hvernig ástandið var í og við gossvæðið í gær þar sem bílalestin náði inn á Grindavíkurveg en sá vegur er nokkuð fjarri eldstöðvunum. Lögreglan áréttar að bannað sé að stöðva eða leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Þá sé „fjarstæðukennt“ fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. „Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg,“ segir í tilkynningu lögreglu þar sem einnig er minnt á gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins: „Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.“ Tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum: Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima. Fréttin hefur verið uppfærð.
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum kl. 6 að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Með hliðsjón af reynslu síðustu daga verður lokað fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæði kl. 22. Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki. Til og með 5. apríl 2021 verður opnað fyrir umferð kl. 6 og lokað fyrir umferð kl. 18. Fyrirkomulag er háð veðri og aðstæðum á svæðinu á hverjum tíma. Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar. Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili. Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira