Vill fullan þunga í viðræður um tengingu krónunnar við evru Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2021 20:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögur um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið og samstarf í gjaldeyrismálum. Formaður Viðreisnar segir þjóðina eiga að fá að ákveða næstu skref í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögurnar tvær voru lagðar fram í dag. Í annarri er lagt til samstarf við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum og gengisvörnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stöðugur gjaldmiðil, eða króna tengd við evru, muni koma Íslendingum fyrr út úr efnahagsþrengingum eftir faraldurinn. „Þess vegna leggjum við áhrerslu á að það verði farið núna strax af fullum þunga í pólitískar viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um að tengja íslensku krónuna við evru og tryggja þannig bæði heimilum og fyrirtætkjum stöðugleika til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorgerður. Þorgerður telur umræðu um gjaldeyrismál aldrei hafa verið brýnni. „Miðað við fjármálaáæltun ríkisstjórnarinnar verðum við hér með ósjálfbæra skuldastöðu ennþá árið 2025. Við munum ekki vaxa út úr vandanum og við munum ekki geta hlaupið hraðar nema með stöðugum gjaldmiðli.“ Þingflokkur Viðreisnar leggur til að Ísland kanni möguleika á tvíhliða samningi við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Unsplash/Lena Balk Í hinni tillögunni er lagt til að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp að nýju. Forsætisráðherra yrði þá gert að skipa nefnd sem á að meta hvenær og hvernig eigi að hefja formlegar aðildarviðræður og undirbúa þingsályktunartillögu um það. Ákvörðun um framhald viðræðna yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi í síðasta lagi fram í janúar á næsta ári. „Þetta er varfærið skref en við erum að halda þessum mikilvæga möguleika upp á framtíð þjóðarinnar opnum. Það er síðan þjóðarinnar, og það ættu nú allir flokkar að geta tekið undir það að treysta henni, að ákvarða um sína framtíð sjálf.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Tillögurnar tvær voru lagðar fram í dag. Í annarri er lagt til samstarf við Evrópusambandið í gjaldeyrismálum og gengisvörnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stöðugur gjaldmiðil, eða króna tengd við evru, muni koma Íslendingum fyrr út úr efnahagsþrengingum eftir faraldurinn. „Þess vegna leggjum við áhrerslu á að það verði farið núna strax af fullum þunga í pólitískar viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um að tengja íslensku krónuna við evru og tryggja þannig bæði heimilum og fyrirtætkjum stöðugleika til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorgerður. Þorgerður telur umræðu um gjaldeyrismál aldrei hafa verið brýnni. „Miðað við fjármálaáæltun ríkisstjórnarinnar verðum við hér með ósjálfbæra skuldastöðu ennþá árið 2025. Við munum ekki vaxa út úr vandanum og við munum ekki geta hlaupið hraðar nema með stöðugum gjaldmiðli.“ Þingflokkur Viðreisnar leggur til að Ísland kanni möguleika á tvíhliða samningi við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.Unsplash/Lena Balk Í hinni tillögunni er lagt til að viðræður við Evrópusambandið verði teknar upp að nýju. Forsætisráðherra yrði þá gert að skipa nefnd sem á að meta hvenær og hvernig eigi að hefja formlegar aðildarviðræður og undirbúa þingsályktunartillögu um það. Ákvörðun um framhald viðræðna yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu sem færi í síðasta lagi fram í janúar á næsta ári. „Þetta er varfærið skref en við erum að halda þessum mikilvæga möguleika upp á framtíð þjóðarinnar opnum. Það er síðan þjóðarinnar, og það ættu nú allir flokkar að geta tekið undir það að treysta henni, að ákvarða um sína framtíð sjálf.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira