Lögreglumaður drepinn í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 20:47 Yogananda Pittman, lögreglustjóri í þinghúsinu, tilkynnir andlát Evans. Drew Angerer/Getty William Evans, lögreglumaður hjá bandaríska þinghúsinu, var drepinn í árás sem gerð var fyrir utan þinghúsið í dag. Hann, ásamt öðrum lögreglumanni, varð fyrir bíl sem ekið var á þá við öryggistálma fyrir utan þinghúsið í dag. Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47