„Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 23:30 Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin fara fram. AP/Jim Mone Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. Medaria Arradondo, lögreglustjóri, sagði að aðferðin sem Chauvin beitti þegar hann hélt Floyd niðri hafi ekki verið í samræmi við þjálfun lögreglumanna og „alls ekki í samræmi við siðferðisleg gildi okkar.“ Chauvin og þrír lögreglumenn til viðbótar voru látnir taka pokann sinn í maí í fyrra eftir að Floyd dó í umsjá þeirra. Floyd dó við handtöku en Chauvin, sem er sá eini sem hefur verið ákærður vegna dauða hans, kraup á hálsi Floyds í níu mínútur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Floyds sem sagðist ekki geta andað. Dauði Floyd fleytti af stað mótmælabylgju sem teygði anga sína um öll Bandaríkin og víðar. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu“ Dagurinn í dag er sá sjötti sem réttarhöldin yfir Chauvin standa yfir. Talið er að þau geti varið í allt að mánuð en þegar hefur fjöldi fólks vitnað fyrir rétti, þar á meðal bráðaliðarnir sem mættu á vettvang handtökunnar. Arradondo lýsti í dag þjálfuninni sem lögreglumenn hljóta þegar að valdbeitingu við handtöku kemur. „Um leið og Floyd hætti að berjast á móti og sannarlega þegar það sást að hann var þjakaður og reyndi að tjá það, ætti hann að hafa hætt,“ sagði Arradondo og vísaði til valdbeitingu Chauvins. Hann sagði að Chauvin hafi greinilega kropið á hálsi Floyds eftir að hann hætti að berjast á móti og meira að segja eftir að hann hætti að hreyfa sig. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu, er ekki hluti af þjálfun hjá okkur og er alls ekki í samræmi við siðareglur okkar,“ sagði Arradondo. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Medaria Arradondo, lögreglustjóri, sagði að aðferðin sem Chauvin beitti þegar hann hélt Floyd niðri hafi ekki verið í samræmi við þjálfun lögreglumanna og „alls ekki í samræmi við siðferðisleg gildi okkar.“ Chauvin og þrír lögreglumenn til viðbótar voru látnir taka pokann sinn í maí í fyrra eftir að Floyd dó í umsjá þeirra. Floyd dó við handtöku en Chauvin, sem er sá eini sem hefur verið ákærður vegna dauða hans, kraup á hálsi Floyds í níu mínútur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Floyds sem sagðist ekki geta andað. Dauði Floyd fleytti af stað mótmælabylgju sem teygði anga sína um öll Bandaríkin og víðar. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu“ Dagurinn í dag er sá sjötti sem réttarhöldin yfir Chauvin standa yfir. Talið er að þau geti varið í allt að mánuð en þegar hefur fjöldi fólks vitnað fyrir rétti, þar á meðal bráðaliðarnir sem mættu á vettvang handtökunnar. Arradondo lýsti í dag þjálfuninni sem lögreglumenn hljóta þegar að valdbeitingu við handtöku kemur. „Um leið og Floyd hætti að berjast á móti og sannarlega þegar það sást að hann var þjakaður og reyndi að tjá það, ætti hann að hafa hætt,“ sagði Arradondo og vísaði til valdbeitingu Chauvins. Hann sagði að Chauvin hafi greinilega kropið á hálsi Floyds eftir að hann hætti að berjast á móti og meira að segja eftir að hann hætti að hreyfa sig. „Það samræmist ekki á nokkurn hátt okkar stefnu, er ekki hluti af þjálfun hjá okkur og er alls ekki í samræmi við siðareglur okkar,“ sagði Arradondo.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23