Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 22:49 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, segir að einhverjir gestir sóttkvíarhótelsins hafi reynt að láta sækja sig þangað. Vísir/Einar Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. „Það hefur borið á því að fólk sem hafi ætlað að fara hafi ætlað að láta vini eða ættingja sækja sig sem er náttúrulega þvert á sóttvarnareglur, er brot á sóttkví, þannig að við höfum verið að reyna að stoppa það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki ýkja margir hafi farið það sem af er kvöldi eftir að úrskurður Héraðsdóms var kynntur rétt fyrir klukkan sex. Nú hafi gestir úr fimm eða sex herbergjum yfirgefið sóttkvíarhúsið en nú dvelja um 260 manns á hótelinu. Einhverjir virðast ekki hafa skilið sóttkvíarreglur og reynt að láta sækja sig á sóttkvíarhótelið til þess að geta lokið sóttkví í heimahúsi. Starfsmönnum sóttkvíarhótelsins hefur þó tekist að forða fólki frá þeim mistökum. „Við höfum bara séð það þegar fólk hefur verið að koma og sækja fólk, eins hefur okkur verið sagt að þau ætluðu að láta þennan eða hinn sækja sig. Þá hefur verið bent strax á það að það sé ekki leyfilegt,“ segir Gylfi. „Fólk á alls ekki að láta sækja sig nema viðkomandi ökumaður hafi mótefni en það er samt ekki öruggt.“ Gylfi segir þó að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við þessa tilhögun, að þurfa að vera þarna. Sérstaklega það fólk sem taldi sig geta sinnt sóttkvínni heima fyrir. Við sjáum strax að það eru brotalamir fyrir því, sumir sem töldu sig geta sinnt sóttkvínni virtust nú ekki geta gert það betur en svo að þau ætluðu að láta sækja sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Það hefur borið á því að fólk sem hafi ætlað að fara hafi ætlað að láta vini eða ættingja sækja sig sem er náttúrulega þvert á sóttvarnareglur, er brot á sóttkví, þannig að við höfum verið að reyna að stoppa það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki ýkja margir hafi farið það sem af er kvöldi eftir að úrskurður Héraðsdóms var kynntur rétt fyrir klukkan sex. Nú hafi gestir úr fimm eða sex herbergjum yfirgefið sóttkvíarhúsið en nú dvelja um 260 manns á hótelinu. Einhverjir virðast ekki hafa skilið sóttkvíarreglur og reynt að láta sækja sig á sóttkvíarhótelið til þess að geta lokið sóttkví í heimahúsi. Starfsmönnum sóttkvíarhótelsins hefur þó tekist að forða fólki frá þeim mistökum. „Við höfum bara séð það þegar fólk hefur verið að koma og sækja fólk, eins hefur okkur verið sagt að þau ætluðu að láta þennan eða hinn sækja sig. Þá hefur verið bent strax á það að það sé ekki leyfilegt,“ segir Gylfi. „Fólk á alls ekki að láta sækja sig nema viðkomandi ökumaður hafi mótefni en það er samt ekki öruggt.“ Gylfi segir þó að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við þessa tilhögun, að þurfa að vera þarna. Sérstaklega það fólk sem taldi sig geta sinnt sóttkvínni heima fyrir. Við sjáum strax að það eru brotalamir fyrir því, sumir sem töldu sig geta sinnt sóttkvínni virtust nú ekki geta gert það betur en svo að þau ætluðu að láta sækja sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05