Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:54 John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til ársins 2015. Hann háði harða hildi við íhaldssamasta hluta þingflokksins og var þeirri stundu fegnastur þegar hann lét af embættinu. Vísir/EPA Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira