Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 17:06 Björgvin Páll í leik með Haukum á yfirstandandi leiktíð, sem verður jafn framt hans síðasta á Ásvöllum. Hann mun ganga til liðs við Val í sumar. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, tjáði sig um kórónufaraldurinn og stöðu íþróttafólks hér á landi á Facebook-síðu sinni í dag. Pistilinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Sjá meira
„Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Sjá meira