„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 23:33 Sigríður Andersen telur sóttvarnaaðgerðir geta haft heilsufarsleg áhrif á þjóðina til lengri tíma. Þá sé óraunhæft að stefna að veirufríu samfélagi. Vísir/Vilhelm „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07