Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 06:50 „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja.“ Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Lögmaðurinn Neil Astles, 59 ára, fékk fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca 17. mars síðastliðinn en lést á páskadag eftir tíu daga af síversnandi höfuðverkjum og versnandi sjón. Systir hans, Dr. Alison Astles, sem starfar við University of Huddersfield, sagði í samtali við Daily Telegraph að Neil hefði verið „ótrúlega óheppinn“ og hvatti fólk til að þiggja bóluefnið frá AstraZeneca því þannig myndu færri deyja. Dr. Astles sagði í samtali við Radio 4 að læknar á spítalanum þar sem bróðir hennar lést væru 99,9 prósent vissir um að veikindi hans tengdust bólusetningunni, þrátt fyrir að endanlegar niðurstöður lægju ekki fyrir. Hún sagði að sem lyfjafræðingur vissi hún hins vegar að líkurnar á því að deyja af völdum bóluefnisins væru örlitlar. Samkvæmt nýjustu tölum bresku lyfjastofnunarinnar (MHRA) höfðu 79 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca borist 31. mars síðastliðinn og þar af höfðu nítján látist. Sama dag höfðu 20,2 milljón skammtar af bóluefninu verið gefnir á Bretlandseyjum, sem þýðir að um það bil fjórir af milljón eiga á hættu að fá blóðtappa. „Tilfinningalega erum við algjörlega öskureið. Við þjáumst. En það er ekkert til að vera reiður yfir. Bróðir minn var bara ótrúlega óheppinn,“ segir Dr. Astles. „Ef við fáum öll bóluefnið gætu einhver okkar fengið blóðtappa en gögnin benda til þess að færri muni deyja. Við treystum ferlinu, við treystum eftirlitsaðilanum, og þrátt fyrir það sem hefur hent fjölskylduna okkar viljum við ekki að fólk hræðist. Það eru skilaboðin sem við viljum senda.“ Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira