Man Utd gæti notað Lingard sem skiptimynt fyrir Rice Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 07:00 Það gæti farið svo að Jesse Lingard verði áfram í herbúðum West Ham United á næstu leiktíð en Declan Rice fari til Manchester-borgar. Charlotte Wilson/Getty Images Manchester United ku horfa girndaraugum á Declan Rice, miðjumann West Ham United. Gæti farið svo að Jesse Lingard verði notaður sem skiptimynt í viðræðum liðanna. Jesse Lingard hefur verið hreint út sagt frábær í liði West Ham síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar. Talið er að David Moyes, þjálfari West Ham, vilji ólmur festa kaup á leikmanninum í sumar. Man United framlengdi samning leikmannsins til 2022 áður en hann fékk að fara á láni og því þarf West Ham að kaupa hann vilji það fá hann í sínar raðir á nýjan leik þegar tímabilinu lýkur. Þetta kemur sér vel fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga í Manchester en Norðmaðurinn sér hinn 22 ára gamla Declan Rice fyrir sér sem síðasta púslið á miðju liðsins. Rice hefur heillað á þessari leiktíð, bæði hjá West Ham og með enska landsliðinu. Hann myndi eflaust fylla skarð Fred eða Scott McTominay á miðjunni við hlið Paul Pogba. Það er ef franski landsliðsmaðurinn verður áfram í herbúðum liðsins en það er önnur saga. Light-hearted talk between players at England camp about potential Declan Rice move to #MUFC this summer.Possible Nemanja Matic replacement.Other direction: West Ham want to make Jesse Lingard loan permanent. But his form is interesting many others.https://t.co/GKnTizsjAS— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 9, 2021 Moyes hefur hins vegar sagt að Rice sé ekki falur fyrir neina smáaura. Gekk Moyes svo langt að segja að Rice væri yfir 100 milljóna punda virði. Þó það sé tæpt að West Ham reikni með að fá svo mikið fyrir leikmanninn er ljóst að Man Utd er í góðri stöðu þar sem West Ham vill eflaust festa kaup á Lingard í sumar. Hinn 28 ára gamli Lingard hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í átta leikjum fyrir West Ham, verðmiðinn á honum hefur því hækkað töluvert. Newcastle United og Wolves vildu bæði fá hann á láni í janúar og hefur frammistaða hans eflaust vikið athygli fleiri liða. Þá voru nokkur lið á meginlandi Evrópu áhugasöm en Lingard ákvað að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Aðallega til þess að geta eytt tíma með dóttur sinni og svo vegna þess að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ráðlagði honum það. Samkvæmt The Athletic er talið að Man United vilji fá 20-25 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar. Áður en hann fór á láni var talið að peningamennirnir hjá Man Utd hefðu sætt sig við 10 til 15 milljónir. Það ætti því að lækka kostnaðinn á Rice töluvert fari svo að Lingard verði notaður sem skiptimynt. Jesse Lingard has matched Jack Grealish's PL goal total this season in just eight games pic.twitter.com/LkrXWnM2wS— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2021 Það hjálpar til að West Ham samþykkti að borga eina og hálfa milljón punda til að fá Lingard á láni ásamt því að borga launin hans sem eru talin vera í kringum 100 þúsund pund á viku. Einnig samþykkti Lundúnafélagið að borga 500 þúsund pund ef það færi svo að liðið myndi ná Evrópusæti. Allt í allt gæti Man Utd því grætt fjórar milljónir punda á lánsamningnum. Svo gætu 20 til 25 milljónir bæst við fari svo að Lingard verði seldur í sumar. Þar með er United komið með næstum 20 til 25 milljónir punda sem gætu farið upp í nýjan leikmann. Hvort sá leikmaður verði Declan Rice eða einhver annar á eftir að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Jesse Lingard hefur verið hreint út sagt frábær í liði West Ham síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Manchester United í janúar. Talið er að David Moyes, þjálfari West Ham, vilji ólmur festa kaup á leikmanninum í sumar. Man United framlengdi samning leikmannsins til 2022 áður en hann fékk að fara á láni og því þarf West Ham að kaupa hann vilji það fá hann í sínar raðir á nýjan leik þegar tímabilinu lýkur. Þetta kemur sér vel fyrir Ole Gunnar Solskjær og félaga í Manchester en Norðmaðurinn sér hinn 22 ára gamla Declan Rice fyrir sér sem síðasta púslið á miðju liðsins. Rice hefur heillað á þessari leiktíð, bæði hjá West Ham og með enska landsliðinu. Hann myndi eflaust fylla skarð Fred eða Scott McTominay á miðjunni við hlið Paul Pogba. Það er ef franski landsliðsmaðurinn verður áfram í herbúðum liðsins en það er önnur saga. Light-hearted talk between players at England camp about potential Declan Rice move to #MUFC this summer.Possible Nemanja Matic replacement.Other direction: West Ham want to make Jesse Lingard loan permanent. But his form is interesting many others.https://t.co/GKnTizsjAS— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 9, 2021 Moyes hefur hins vegar sagt að Rice sé ekki falur fyrir neina smáaura. Gekk Moyes svo langt að segja að Rice væri yfir 100 milljóna punda virði. Þó það sé tæpt að West Ham reikni með að fá svo mikið fyrir leikmanninn er ljóst að Man Utd er í góðri stöðu þar sem West Ham vill eflaust festa kaup á Lingard í sumar. Hinn 28 ára gamli Lingard hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur þrjú í átta leikjum fyrir West Ham, verðmiðinn á honum hefur því hækkað töluvert. Newcastle United og Wolves vildu bæði fá hann á láni í janúar og hefur frammistaða hans eflaust vikið athygli fleiri liða. Þá voru nokkur lið á meginlandi Evrópu áhugasöm en Lingard ákvað að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Aðallega til þess að geta eytt tíma með dóttur sinni og svo vegna þess að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ráðlagði honum það. Samkvæmt The Athletic er talið að Man United vilji fá 20-25 milljónir punda fyrir leikmanninn í sumar. Áður en hann fór á láni var talið að peningamennirnir hjá Man Utd hefðu sætt sig við 10 til 15 milljónir. Það ætti því að lækka kostnaðinn á Rice töluvert fari svo að Lingard verði notaður sem skiptimynt. Jesse Lingard has matched Jack Grealish's PL goal total this season in just eight games pic.twitter.com/LkrXWnM2wS— ESPN UK (@ESPNUK) April 6, 2021 Það hjálpar til að West Ham samþykkti að borga eina og hálfa milljón punda til að fá Lingard á láni ásamt því að borga launin hans sem eru talin vera í kringum 100 þúsund pund á viku. Einnig samþykkti Lundúnafélagið að borga 500 þúsund pund ef það færi svo að liðið myndi ná Evrópusæti. Allt í allt gæti Man Utd því grætt fjórar milljónir punda á lánsamningnum. Svo gætu 20 til 25 milljónir bæst við fari svo að Lingard verði seldur í sumar. Þar með er United komið með næstum 20 til 25 milljónir punda sem gætu farið upp í nýjan leikmann. Hvort sá leikmaður verði Declan Rice eða einhver annar á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira