Uppvakningar á Alþingi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim. Þetta er hrikalega leiðinleg pólitík, ýtir undir sundrung og dregur úr afköstum þingsins. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, birti pistil í gær undir yfirskriftinni „Sama hvaðan gott kemur?“. Þar varpaði hún ljósi á það hvernig frumvarp hennar um vernd barna gegn barnaníðsefni hefur verið svæft í þinginu frá því í nóvember, án nokkurra skýringa. Núna á lokamánuðum þingvetrarins lagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, síðan fram sitt eigið frumvarp sem er efnislega samhljóða frumvarpi Þorbjargar. Þorbjörg spurði því eðlilega hvers vegna dómsmálaráðherra velji þá leið frekar en að styðja frumvarpið sem þegar liggur fyrir þinginu. Á móti öllu Davíð Oddsson stærði sig af því að hafa í stjórnarandstöðu staðið gegn öllu því sem meirihlutinn hafði fram að færa, þótt hann væri í hjarta sínu sammála andstæðingum sínum. Jafnvel hann vissi þó betur en að stæra sig af þeirri aðferðafræði þegar hann var sjálfur í meirihluta. Annað má segja um sitjandi ríkisstjórn. Þegar verkefni hennar á kjörtímabilinu eru rýnd kemur nefnilega í ljós að aðferðafræði dómsmálaráðherra í máli Þorbjargar – uppvakningaleiðin – er langt frá því að vera einsdæmi. Líf eftir dauðann Ríkisstjórnin hefur oft hafnað þingmálum Viðreisnar en lagt síðan fram sambærileg mál í eigin nafni síðar. Þar má nefna niðurfellingu mannanafnanefndar, afnám fjöldatakmörkunar leigubíla, kaup vistvænna bifreiða hjá ríkinu, tvöfalt lögheimilli barna og afnám verðjöfnunar í útflutningi landbúnaðarafurða. Hér eru náttúrlega ótalin þingmál annarra flokka en Viðreisnar sem hafa hlotið sömu örlög. Þessi mál eru góð og ég fagna því að þau hafi notið brautargengis á endanum. En það er skrítið að sjá merkimiðann skipta lykilmáli hjá ríkisstjórninni en ekki útkomuna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur nefnilega fram fallegt markmið um breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Þar skuldbundu stjórnarflokkarnir sig til efla Alþingi með markvissum hætti og að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings. Það er ekki hægt að sjá á verkum ríkisstjórnarinnar að hún gefi mikið fyrir eigin markmið. Gamaldags pólitík hefur orðið ofan á, á kostnað bættra afkasta og breiðrar sáttar. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun