„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:42 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Lindsey Thomas réttarmeinafræðingur bar vitni fyrir dómi í dag sem sérfræðingur og sagði hún að köfnun hafi verið dánarorsök Floyds. Thomas hefur starfað sem réttarmeinafræðingur í tugi ára og hefur framkvæmt meira en fimm þúsund krufningar á starfsferli sínum. Thomas fór yfir gögnin úr krufningu Floyds og þrátt fyrir að þar sé hvergi minnst á köfnun sagði hún það vera líklegustu dánarorsök Floyds. „Þetta er ekki skyndilegur dauði vegna hjartaáfalls. Í þessu tilfelli hættu bæði lungun og hjartað að virka,“ sagði Thomas. „Aðgerðir lögreglumanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Myndskeið, sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum í fyrra vor, sýnir lögregluþjóninn Chauvin krjúpa á hálsi Floyds. Floyd heyrist ítrekað kalla að hann geti ekki andað á myndskeiðinu. Chauvin kraup á hálsi Floyds í meira en níu mínútur og ber hann því stöðu sakbornings í málinu. Auk Thomas var Andrew Michael Baker, réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufninguna á Floyd, kallaður í vitnastúku í dag. Sagði hann að aðgerðir lögreglumanna hafi valdið dauða Floyds en að undirliggjandi hjartasjúkdómar og fíkniefnanotkun hafi spilað hlutverk í dauða hans. Thomas einblíndi þó meira á aðgerðir lögreglumanna í máli sínu og sagði hún að Floyd hafi ekki getað tekið inn súrefni vegna þess að þrír lögreglumenn hafi verið ofan á honum, hann hafi verið í handjárnum og í slæmri líkamsstöðu með hné á hálsi sínum. „Það þýðir að aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds,“ sagði Thomas. Hún sagðist geta með vissu sagt að fíkniefnanotkun, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar hafi ekki valdið dauða Floyds.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 „Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53
„Hefði átt að hætta um leið og Floyd hætti að berjast á móti“ Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði í vitnastúku í dag að Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að hafa myrt George Floyd, hafi brotið reglur lögreglunnar um valdbeitingu við handtökuna á Floyd. 5. apríl 2021 23:30
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42