Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf? Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. apríl 2021 10:00 Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun