Þeldökkum hermanni ógnað af lögreglumönnum: „Þú ættir að vera hræddur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 23:35 Hér sést lögreglumaðurinn Joe Gutierrez grípa í úlnlið Nazario og beina að honum byssu. Myndin er skjáskot úr upptökum úr búkmyndavél lögreglumannsins Daniel Crockers og sést hann einnig halda byssunni á lofti. Vísir/Skjáskot Þeldökkum bandarískum hermanni, sem stöðvaður var af lögreglu við umferðareftirlit og ógnað með byssum, segist hafa verið logandi hræddur við að stíga út úr bílnum. Lögreglumennirnir svöruðu honum: „þú ættir að vera það,“ eins og sést á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna og símaupptöku mannsins. Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira