Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2021 14:37 Ljóst er að maðurinn hefur teflt lífi sínu í hættu með því að klifra upp á nýstorknað hraun. Skömmu eftir að myndin var tekin hristist jörð af krafti. Kévin Pagès Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur síðdegis á föstudag. Kévin Pagès, franskur ljósmyndari sem er búsettur hér á landi, var að taka myndir af nýja hrauninu þegar hann varð var við mann sér á vinstri hönd sem virtist standa ofan á því. „Ég hélt fyrst að þetta væri bara sjónarhornið og hann stæði ekki ofan á hrauninu en þegar ég gáði var hann í raun og veru gangandi á hrauninu,“ segir Kévin við Vísi. Maðurinn var með lítinn þrífót og tók myndir á síma sinn. Kévin segir að sér hafi virst að hann hafi með athæfi sínu reynt að komast nær rennandi hrauninu til að ná betri myndum. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að töluvert hafi borið á því að almenningur fari inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar og jafnvel inn á þröng svæði á milli hrauntungna. Varað er við því að lítið megi út af bregða og fólk gæti lokast inn. Sprenging undir fótum þeirra Um tíu til fimmtán mínútum síðar hrökk Kévin og ferðafélagi hans í kút þegar jörðin lyftist undir fótum þeirra í því sem virtist sprenging neðanjarðar. Þá stóð maðurinn ennþá uppi á hrauninu en forðaði sér eins og aðrir. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var eins og sprengja undir fótum mér, það er erfitt að lýsa þessu,“ segir Kévin. Um nóttina opnaðist svo ný gossprunga á milli þeirra tveggja sem mynduðustu á öðrum degi páska og á aðfaranótt miðvikudags. Óttast að fleiri hermi eftir Fyrsta hugsun Kévin var að maðurinn sem klifraði upp á hraunið væri vitleysingur sem setti líf sitt í hættu. Jafnvel þó að fólk sem stendur nærri hrauninu telji sig nokkuð öruggt séu aðstæður óútreiknanlegar. Það gefi augaleið að það sé ekki öruggt að ganga ofan á fjögurra daga gömlu hrauni. Kévin vildi ekki ræða við manninn því það kraumaði á honum. Hann hafi ekki þekkt deili á manninum og veit ekki hvort hann var íslenskur eða erlendur ferðamaður. „Fólk hugsar bara um sjálft sig. Það íhugar ekki að ef eitthvað kemur fyrir það þurfa sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum að gera eitthvað og setja líf sitt í hættu vegna svona hegðunar,“ segir Kévin. Reglur séu settar um umgengni vegna þess að fólk brjóti þær. Allir þurfi að greiða fyrir þá hegðun. „Þetta er það sama og með fólk sem rýfur sóttkví vegna Covid-19,“ segir hann. Kévin Pagès við eldgosið á Reykjanesi. Hann hefur farið oft til að mynda gosið fyrir viðskiptavini sína.Kévin Pagès Í vinnu sinni hefur Kévin farið oft að eldstöðinni á Reykjanesi en þetta segir hann hafa verið heimskulegustu hegðunina sem hann hefur séð til þessa. Sumir geri óskynsama hluti eins og að baka hluti í hrauninu en flestir haldi sig við jaðar þess. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhvern gera þetta,“ segir hann. Kévin óttast að þegar ferðamenn koma aftur til landsins gætu þeir hermt eftir hegðun sem þessari. „Þannig virkar þetta, fólk eltir hegðun annarra,“ segir hann. Fann einnig jarðskjálfta áður en sprunga opnaðist um páskana Varðandi sprenginguna sem Kévin fann segir hann að fólk sem var statt annars staðar á gossvæðinu hafi ekki fundið hana. Hann telur hana merki um hreyfingar sem voru undanfarar þess að ný sprunga opnaðist þá um nóttina. Hann var einnig staddur á gosstöðvunum á mánudag áður en sprungan sem dældi hrauni niður í Meradali opnaðist. Þá fann hann fyrir jarðskjálfta þegar hann var að taka myndir. Um hálftíma síðar opnaðist nýja sprungan. „Ég held að við getum fundið ef eitthvað er að gerast því ég hef upplifað þetta tvisvar núna,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur síðdegis á föstudag. Kévin Pagès, franskur ljósmyndari sem er búsettur hér á landi, var að taka myndir af nýja hrauninu þegar hann varð var við mann sér á vinstri hönd sem virtist standa ofan á því. „Ég hélt fyrst að þetta væri bara sjónarhornið og hann stæði ekki ofan á hrauninu en þegar ég gáði var hann í raun og veru gangandi á hrauninu,“ segir Kévin við Vísi. Maðurinn var með lítinn þrífót og tók myndir á síma sinn. Kévin segir að sér hafi virst að hann hafi með athæfi sínu reynt að komast nær rennandi hrauninu til að ná betri myndum. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að töluvert hafi borið á því að almenningur fari inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar og jafnvel inn á þröng svæði á milli hrauntungna. Varað er við því að lítið megi út af bregða og fólk gæti lokast inn. Sprenging undir fótum þeirra Um tíu til fimmtán mínútum síðar hrökk Kévin og ferðafélagi hans í kút þegar jörðin lyftist undir fótum þeirra í því sem virtist sprenging neðanjarðar. Þá stóð maðurinn ennþá uppi á hrauninu en forðaði sér eins og aðrir. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var eins og sprengja undir fótum mér, það er erfitt að lýsa þessu,“ segir Kévin. Um nóttina opnaðist svo ný gossprunga á milli þeirra tveggja sem mynduðustu á öðrum degi páska og á aðfaranótt miðvikudags. Óttast að fleiri hermi eftir Fyrsta hugsun Kévin var að maðurinn sem klifraði upp á hraunið væri vitleysingur sem setti líf sitt í hættu. Jafnvel þó að fólk sem stendur nærri hrauninu telji sig nokkuð öruggt séu aðstæður óútreiknanlegar. Það gefi augaleið að það sé ekki öruggt að ganga ofan á fjögurra daga gömlu hrauni. Kévin vildi ekki ræða við manninn því það kraumaði á honum. Hann hafi ekki þekkt deili á manninum og veit ekki hvort hann var íslenskur eða erlendur ferðamaður. „Fólk hugsar bara um sjálft sig. Það íhugar ekki að ef eitthvað kemur fyrir það þurfa sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum að gera eitthvað og setja líf sitt í hættu vegna svona hegðunar,“ segir Kévin. Reglur séu settar um umgengni vegna þess að fólk brjóti þær. Allir þurfi að greiða fyrir þá hegðun. „Þetta er það sama og með fólk sem rýfur sóttkví vegna Covid-19,“ segir hann. Kévin Pagès við eldgosið á Reykjanesi. Hann hefur farið oft til að mynda gosið fyrir viðskiptavini sína.Kévin Pagès Í vinnu sinni hefur Kévin farið oft að eldstöðinni á Reykjanesi en þetta segir hann hafa verið heimskulegustu hegðunina sem hann hefur séð til þessa. Sumir geri óskynsama hluti eins og að baka hluti í hrauninu en flestir haldi sig við jaðar þess. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhvern gera þetta,“ segir hann. Kévin óttast að þegar ferðamenn koma aftur til landsins gætu þeir hermt eftir hegðun sem þessari. „Þannig virkar þetta, fólk eltir hegðun annarra,“ segir hann. Fann einnig jarðskjálfta áður en sprunga opnaðist um páskana Varðandi sprenginguna sem Kévin fann segir hann að fólk sem var statt annars staðar á gossvæðinu hafi ekki fundið hana. Hann telur hana merki um hreyfingar sem voru undanfarar þess að ný sprunga opnaðist þá um nóttina. Hann var einnig staddur á gosstöðvunum á mánudag áður en sprungan sem dældi hrauni niður í Meradali opnaðist. Þá fann hann fyrir jarðskjálfta þegar hann var að taka myndir. Um hálftíma síðar opnaðist nýja sprungan. „Ég held að við getum fundið ef eitthvað er að gerast því ég hef upplifað þetta tvisvar núna,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira