Kallaði McConnell heimskan tíkarson Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 11:35 Donald Trump og Mitch McConnell. Vísir/EPA Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. Trump gagnrýndi McConnell harðlega fyrir að hafa ekki staðið við bakið á sér þegar forsetinn reyndi fullum fetum að snúa úrslitum forsetakosninganna í nóvember, sem hann tapaði, og fyrir það að hafa ekki stutt sig nægilega vel þegar Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Meðal annars kallaði Trump McConnell „heimskan tíkarson“. Í ræðu sinni kallaði Trump eftir samstöðu meðal Repúblikana en fór einnig hörðum orðum um marga meðlimi flokksins sem hann telur ekki hafa sýnt sér nægilega hollustu og þá sérstaklega þá þingmenn sem greiddu atkvæði með því að hann yrði sakfelldur fyrir embættisbrot. Margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins voru í salnum og hlustuðu á ræðu Trumps. Hann gagnrýndi McConnell fyrir að hafa ekki stöðvað staðfestingu úrslita forsetakosninganna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir með því markmiði að stöðva staðfestinguna og var Trump ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar. Sjá einnig: Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ „Ef þetta hefði verið Schumer [Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni] en ekki þessi heimski tíkarsonur Mitch McConnell, þá hefðu þeir aldrei leyft þessu að gerast. Þeir hefðu barist gegn því,“ sagði Trump um staðfestingarferlið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump fer hörðum orðum um McConnell. Trump gagnrýndi einnig Elaine Chao, eiginkonu McConnels, sem var samgönguráðherra Trumps. „Ég réð eiginkonu hans. Þakkaði hann mér nokkuð fyrir það?“ sagði Trump. Chao sagði af sér í kjölfar árásarinnar á þinghúsið og þá meðal annars vegna hegðunar Trumps þann dag. Forsetinn fyrrverandi hæddist einnig að henni fyrir það og kallaði McConnell einnig ræfil (e. Stone cold loser), samkvæmt frétt Washington Post. McConnell og talsmenn hans hafa ekki viljað tjá sig um ummæli Trumps. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum og ítrekaði hann það í ræðu sinni á laugardaginn. Hann sagði einnig að Mike Pence, varaforseti hans, hefði valdið sér vonbrigðum með því að reyna ekki að stöðva staðfestingu úrslitanna. „Ég óska þess að Mike Pence hefði haft hugrekki til að senda úrslitin aftur til ríkisþinganna. Mér líkar mjög vel við hann. Ég var verulega vonsvikinn,“ sagði Trump. Pence hafði í aðdraganda dagsins tilkynnt Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum. Trump stærði sig einnig af því hve stór hópurinn hefði verið sem mótmælti við og í þinghúsinu þann 6. janúar og sagði að einhverjir mætu það svo að rúmlega milljón manns hefðu tekið þátt í árásinni, sem er ekki rétt. Samkvæmt Washington Post lýsti Trump ekki yfir nokkurs konar iðrun vegna árásarinnar. Hvort sem er vegna hegðunar hans eða stuðningsmanna hans. Í ræðu sinni stærði Trump sig einnig af viðbrögðum sínum við faraldri nýju kórónuveirunnar, þó hann hafi verið harðlega gagnrýndur vegna þeirra og að vel á sex hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19. Hann gagnrýndi Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, og sagði hann ekki vita neitt í sinn haus. New York Times segir Trump staðráðinn í að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann hefur enn sterkt tak á helstu stuðningsmönnum flokksins og getur beitt þeim gegn þingmönnum og frambjóðendum flokksins. Trump hefur þegar lýst því yfir að hann muni styðja aðra frambjóðendur gegn þeim þingmönnum sem hafa ekki þóknast honum. Hann er þar að auki sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta í kosningunum 2024 en hans helstu bandamenn draga það í efa. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Trump rannsakaður hátt og lágt Donald Trump, sem nýtur ekki lengur friðhelgi foretaembættisins, á nú yfir höfði sér fjölmörg dómsmál, bæði einkamál og sakamál. Sum tengjast gjörðum hans á meðan hann sat enn í embætti en önnur viðskiptagjörningum og óvarlegum umælum, svo eitthvað sé nefnt. 22. mars 2021 09:04 Covid-kreppa Trump Á meðan margir milljarðamæringar hafa hagnast gríðarlega síðustu misseri hefur öðrum ekki farnast jafn vel í heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir. 18. mars 2021 16:01 McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs. 17. mars 2021 10:27 Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. 9. mars 2021 11:46 Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06 Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Trump gagnrýndi McConnell harðlega fyrir að hafa ekki staðið við bakið á sér þegar forsetinn reyndi fullum fetum að snúa úrslitum forsetakosninganna í nóvember, sem hann tapaði, og fyrir það að hafa ekki stutt sig nægilega vel þegar Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Meðal annars kallaði Trump McConnell „heimskan tíkarson“. Í ræðu sinni kallaði Trump eftir samstöðu meðal Repúblikana en fór einnig hörðum orðum um marga meðlimi flokksins sem hann telur ekki hafa sýnt sér nægilega hollustu og þá sérstaklega þá þingmenn sem greiddu atkvæði með því að hann yrði sakfelldur fyrir embættisbrot. Margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins voru í salnum og hlustuðu á ræðu Trumps. Hann gagnrýndi McConnell fyrir að hafa ekki stöðvað staðfestingu úrslita forsetakosninganna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir með því markmiði að stöðva staðfestinguna og var Trump ákærður fyrir embættisbrot vegna árásarinnar. Sjá einnig: Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ „Ef þetta hefði verið Schumer [Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni] en ekki þessi heimski tíkarsonur Mitch McConnell, þá hefðu þeir aldrei leyft þessu að gerast. Þeir hefðu barist gegn því,“ sagði Trump um staðfestingarferlið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Trump fer hörðum orðum um McConnell. Trump gagnrýndi einnig Elaine Chao, eiginkonu McConnels, sem var samgönguráðherra Trumps. „Ég réð eiginkonu hans. Þakkaði hann mér nokkuð fyrir það?“ sagði Trump. Chao sagði af sér í kjölfar árásarinnar á þinghúsið og þá meðal annars vegna hegðunar Trumps þann dag. Forsetinn fyrrverandi hæddist einnig að henni fyrir það og kallaði McConnell einnig ræfil (e. Stone cold loser), samkvæmt frétt Washington Post. McConnell og talsmenn hans hafa ekki viljað tjá sig um ummæli Trumps. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum og ítrekaði hann það í ræðu sinni á laugardaginn. Hann sagði einnig að Mike Pence, varaforseti hans, hefði valdið sér vonbrigðum með því að reyna ekki að stöðva staðfestingu úrslitanna. „Ég óska þess að Mike Pence hefði haft hugrekki til að senda úrslitin aftur til ríkisþinganna. Mér líkar mjög vel við hann. Ég var verulega vonsvikinn,“ sagði Trump. Pence hafði í aðdraganda dagsins tilkynnt Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum. Trump stærði sig einnig af því hve stór hópurinn hefði verið sem mótmælti við og í þinghúsinu þann 6. janúar og sagði að einhverjir mætu það svo að rúmlega milljón manns hefðu tekið þátt í árásinni, sem er ekki rétt. Samkvæmt Washington Post lýsti Trump ekki yfir nokkurs konar iðrun vegna árásarinnar. Hvort sem er vegna hegðunar hans eða stuðningsmanna hans. Í ræðu sinni stærði Trump sig einnig af viðbrögðum sínum við faraldri nýju kórónuveirunnar, þó hann hafi verið harðlega gagnrýndur vegna þeirra og að vel á sex hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19. Hann gagnrýndi Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, og sagði hann ekki vita neitt í sinn haus. New York Times segir Trump staðráðinn í að halda áhrifum sínum innan Repúblikanaflokksins. Hann hefur enn sterkt tak á helstu stuðningsmönnum flokksins og getur beitt þeim gegn þingmönnum og frambjóðendum flokksins. Trump hefur þegar lýst því yfir að hann muni styðja aðra frambjóðendur gegn þeim þingmönnum sem hafa ekki þóknast honum. Hann er þar að auki sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til forseta í kosningunum 2024 en hans helstu bandamenn draga það í efa.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Trump rannsakaður hátt og lágt Donald Trump, sem nýtur ekki lengur friðhelgi foretaembættisins, á nú yfir höfði sér fjölmörg dómsmál, bæði einkamál og sakamál. Sum tengjast gjörðum hans á meðan hann sat enn í embætti en önnur viðskiptagjörningum og óvarlegum umælum, svo eitthvað sé nefnt. 22. mars 2021 09:04 Covid-kreppa Trump Á meðan margir milljarðamæringar hafa hagnast gríðarlega síðustu misseri hefur öðrum ekki farnast jafn vel í heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir. 18. mars 2021 16:01 McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs. 17. mars 2021 10:27 Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. 9. mars 2021 11:46 Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06 Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22
Trump rannsakaður hátt og lágt Donald Trump, sem nýtur ekki lengur friðhelgi foretaembættisins, á nú yfir höfði sér fjölmörg dómsmál, bæði einkamál og sakamál. Sum tengjast gjörðum hans á meðan hann sat enn í embætti en önnur viðskiptagjörningum og óvarlegum umælum, svo eitthvað sé nefnt. 22. mars 2021 09:04
Covid-kreppa Trump Á meðan margir milljarðamæringar hafa hagnast gríðarlega síðustu misseri hefur öðrum ekki farnast jafn vel í heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir. 18. mars 2021 16:01
McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs. 17. mars 2021 10:27
Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. 9. mars 2021 11:46
Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06
Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54