Væri hægt að manna stöður með landvörðum og fólki á vegum atvinnuátaks stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2021 13:49 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum, föstudagskvöldið 19. mars, hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum staðið vaktina á gosslóðum og verið göngufólki innan handar; vaktað, leiðbeint og í sumum tilfellum, bjargað. Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld. Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Nú þegar tæpur mánuður er liðinn frá upphafi goss þykir ljóst að fyrirkomulagið gengur ekki til lengdar og hafa bæjaryfirvöld í Grindavík leitað lausna til að leysa björgunarsveitir af hólmi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir margar hugmyndir þar að lútandi hafa verið settar fram. Efst á blaði er að ráða landverði til að vera göngufólki innan handar. „Við höfum verið að horfa til úrræðisins sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á sem heitir „Hefjum störf“ og Vinnumálastofnun er með tengingu við það. Við sjáum fyrir okkur að hægt væri að ráða fólk á þessum forsendum, fólk sem hefur kannski misst vinnuna og kemur til dæmis úr ferðaþjónustu. Það er vant því að leiðbeina og hafa eftirlit með komufarþegum.“ Björgunarsveitirnar hafa staðið vaktina við gosstöðvarnar í öllum veðrum og sinnt hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum sem upp hafa komið frá því fyrst tók að gjósa í Geldingadölum.Vísir/Vilhelm Einnig er til skoðunar að ráða landverði til að manna stöður. Þá stendur til að ráða framhalds- og háskólanema, sem ekki hafa fengið sumarvinnu, til að aðstoða við stígagerð og fleira. „Líkt og við höfum sagt Umhverfisstofnun eru landverðirnir vanir þessum aðstæðum. Þeir gætu líka komið til aðstoðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fá ráðleggingar um hvernig best er að velja til þessara starfa. […] Þannig væri hægt að mynda öflugt teymi sem tæki við af björgunarsveitunum sem myndu eftir sem áður vera þeir aðilar sem koma til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á á gönguleiðinni. Aðrir gætu sinnt venjulegri gæslu og leiðbeint.“ Í hádeginu komu viðbragðsaðilar sér fyrir á gosslóðum en þá var opnað fyrir almenningi. Í dag berst gasmengun líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að svæðið sé ekki fyrir lítil börn, þau séu viðkvæm og nær jörðinni en hinir eldri og því útsettari fyrir skaðlegum lofttegundum. Svæðinu verður lokað klukkan níu í kvöld.
Björgunarsveitir Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05 Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10. apríl 2021 08:57
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gosstöðvum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður. 10. apríl 2021 23:05
Tíu illa klæddum vísað frá gosstöðvunum Yfirlögregluþjónn segir fólk fara langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað. Sumir taki tilsögn viðbragðsaðila ekki vel. 11. apríl 2021 20:01