Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 11:08 Maðurinn var handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins (guardia civil). Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti. Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni. Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Sjá meira
Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni.
Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“